Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 59

Skírnir - 01.12.1908, Side 59
Islenzk heimspeki. 347 IV. Heimspekisgáfa íslendinga hefir þáfmest komið fram i viturlega hugsuðum einstökum orðum, í kvæðum hér og hvar, í málsháttum (og í sérvizku). Islenzkan er, eins og menn vita, mjög auðug af ýmis konar orðskviðum, og er skaði mikill að ekki hefir verið haldið áfram sams konar málsháttasafni og bókmentafélagið byrjaði að gefa út 1830, -eftir heiðurskarlinn síra Guðmund Jónsson á Staðarstað. Fyrir islenzka ritlist væri slikt safn ómetanlegt. Fróðlegt væri, ef einhver sem nógu vel er að sér í þeim efnum, ritaði sögu málsháttanna, sýndi, eða leiddi líkur að, hve gamlir þeir eru, hvenær flest spakmæli koma upp og hve- nær fæst; hvernig saga þjóðarinnar á ýmsum tímum kemur fram í þeim. Málshættirnir, þannig íhugaðir, gætu orðið til að skýra skilning á andlegu lífi þjóðarinnar á ýmsum tímum, líkt og lífrænar leifar í jarðlögum geta gefið mikilsvarðandi bendingar um loftslag og fleira á umliðnum öldum. Málshættina hafa menn oft nefnt heiinspeki alþýð- unnar. En varla er það rétt álitið. Það er ekki alþýðleg speki, sem þá hefir skapað, speki sem komin er upp hjá allri alpýðu, þó að þar sé að ræða um efni sem alþýðu eða réttara sagt alla þjóð varða, þó að ýmsir af þessum málsháttum lifi á vörum alþýðunnar og þó að vér eigum þar vafalaust mikið að þakka ýmsum einstökum alþýðu- mönnum. En slíkir menn voru víst einmitt ekki alþýð- legir að öðru en þeirri fátækt og þeim þrönga kosti, sem kyrkti gáfur þeirra. Kemur oss hér í hug hversu furð- anlega þær hafa verið lífseigar í sumum þeirra. Hugs- um oss menn eins og t. a. m. Hallgrím Pétursson og Bólu- Hjáltnar. Hallgrimur var sárfátækur almúgamaður þangað til hann varð prestur seint og síðar rneir. Segir sagan — ef eg man rétt — að hann hafi stundum verið svo tötralega búinn á ferðalagi, að hann þótti ekki i húsum hæfur og var úthýst; vantaði Hallgrhn þá illa eitthvað af því sem goldist hefir síðan fyrir 40 (og nokkrar) út- .gáfur af Passíusálmunum.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.