Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 60

Skírnir - 01.12.1908, Side 60
348 íslenzk heimspeki. V. Varla þarf mörgum blöðum að fletta um það, hvar í mannfélaginu vorir beztu málshættir muni upprunnir;. það er sennilega á sama stað og sögurnar, þar sem svo margir þeirra eru skráðir, hjá bændahöfðingjunum is- lenzku, þeim er gerðu sér svo mikið far um að tala sem snjallast á alþingi, og höfðu svo gaman af að hlusta á vel sagðar sögur, eða segja sjálfir sem bezt frá Vér vit- um að Heimskringla er ekki klaustraverk og Njála er það sennilega ekki heldur. Og þó að vér eigum kirkjunni sjáifsagt nokkuð að þakka, þá megum vér ekki eigna henni of mikið af heiðiinum fyrir fornbókmentir vorar. Aðalheiðurinn eiga bændahöfðingjarnir íslenzku, í raun réttri íslenzkur aðall, sem matti meir tungu forfeðra sinna heldur en latínuna, og hafði, eins og Jón Loftsson, meiri virðingu fyrir »sinu foreldri« heldnr en páfanum. Það var lán íslenzkra. bókmenta, að kaþólskan var hér svo mátt- laus framan af. I meir en 100 ár eftir kristnitökuna er líklegt að andlegt frelsi hér á landi hafi verið meira en nokkurn tíma síðar. Eg hefi áður í þessu tímariti1) bent á hvernig Böðvar Asbjarnarson, sem var í liði með Hafliða Mássyni á al- þingi 1118, játar það hreinskilnislega að hann sé trúlaus, það er að segja að kenningar kirkjunnar hafi ekkert vald yfir huga hans. Og það er gegn öllum líkindum að slíkt trúleysi hafi verið eins dæmi. Eg hygg, að tæpast verði of mikið gert úr þýðingu þess andlega frelsis sem lýsir sér á alþingi 1118, fyrir íslenzka speki. Afbragðs vit hefir víst varla nokkurn tíma getað fundið fyrir betri skilyrði til að þrifast hér á landi en þá. En því miður, timinn var svo stuttur, ókunnugleikinn á því sem grískir og rómverskir forn- menn liöfðu áunnið i þekkingu svo mikill; þó að hér væru til menn með heimspekingseinkennum, þá gat hér ekkí komið upp neitt heimspekiskerfi; spekin gat að eins náð ') IJr trúarsögu Forn-íslendinga. Skirnir 1906.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.