Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 69

Skírnir - 01.12.1908, Side 69
Islenzk heimspeki. 357 er hvernig hann af gaumgæfni notar hvern mikilsvarðandi þekkingarþátt, sem hann hefir getað náð til, í hugsana- vef sinn. En guðfræðin er það, sem einkum hefir frjófgað hugsun hans, og fær hún aftur yfirhönd hjá honum eftir þetta tímabil, sem áður er getið um; leitast hann mjög við að samþýða hugsanir sínar við trúna — eða réttara sagt guðfræðina — og minnir dálítið á hina fyrri jarð- fræðinga, sem voru alt af að berjast við að láta hug- myndum sínum og athugunum bera saman við Nóaflóðs- söguna. Eins og við er að búast, virðist hugsun Brynjúlfs skörpust í guðfræðisefnum, eins og t. a. m. 27. kaflinn sýnir vel. En ýmislegt gæti einnig bent á mjög góða eðlisfræð- ingshæfileika hjá honum og koma sumar »einda«-hring- ferðar hugmyndir hans lesandanum til að minnast þess, að ýmsir hinna »nýju« eðlisfræðinga vilja telja nokkurs konar aflhringiður undirstöðu allrar efniveru (materia); og hugmyndir hans um eindir í geimnum, minna á hvernig ljós- vakinn á, að sumra hyggju, að vera nokkurs konar al- heimsmysa, sem sólkerfin með öllum sínum efnum hafa skilist úr. Til dæmis um hve óholl áhrif guðfræðin hefir á hugs- unarhátt þessa heimspekings, sem hér ræðir um, má nefna þetta. »Mér var bæði ógeðfelt«, segir hann, »og enda ómögulegt, að fallast á það, að trúin á guðlega forsjón væri hugarburður. Eg þurfti hennar með«. Minnir þetta mig á spakmæli eitt sem stendur í minn- ingarriti Cæsars ura hernað hans í Gallíu (eina spakmælið sem þar er), en það er á þá leið, að menn séu jafnan trúgjarnir á það sem þeim þykir æskilegt. En slíkt er ekki heimspeking samboðið; á því svæði er ekki sannana að leita. Það er t. a. m. ekki vitund ólíklegra að vér séum komnir af öpum, þó að oss sé sú hugmynd næsta ógeðfeld.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.