Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 72

Skírnir - 01.12.1908, Page 72
360 Islenzk heimspeki. Eins og heimspekisrit Brynjúlfs frá Minnanúpi hefir nú gert í nokkur ár. En svo ætti nú ekki þurfa að vera lengi úr þessu. Ritið er merkileg viðbót við íslenzkar bókmentir. Þegar það er komið út, munu þýzkir fræði- menn ekki framar segja heiminum að íslendingar eigí engan heimspeking. Það er talandi vottur um djúpa fróðleikslöngun og að vísu einnig þá örðugleika, sem hún hefir átt við að stríða. Það er sómi íslenzkri alþýðu. En það er oss sem bókmentaþjóð til lítils sóma, ef ekki veit- ist þessum heiðvirða öldungi bráðlega sú ánægja, að sjá á prenti þetta rit sitt, sem, þótt stutt sé, er ávöxtur svo langvinnra hugleiðinga. Hefði annað varla verið betur fallið til að minnast sjötugsafmælis heimspekings vors, þó að seint sé tekið nokkuð, en það að koma á prent hugsunarsögu hans. HELGI PJETUB8S.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.