Skírnir - 01.12.1908, Page 77
Ritdómar.
365
«>ORSTEINN BJÖRNSSON: SKUGGAMYNDIR Alþýðlegar frásagnir ur
sögu pávadómsins. 1908. 200 bls.
Marga skynsarna menn mun furSa á þessari bók ; eu einkum
á því, að höf. henuar skuli vera guðfrœðingur. Hún er svo ein-
hliða, að sérþekkingarinnar veröur litiö vart. Af þessari bók verð-
ur ekki annað sóð, en að höf. hti svo á elztu og mannflestu deild
kristninnar, sem ekkert sé af henni að segja um allar þær mörgu
aldir, sem hún hefir staðið, annað en hnejkslissögur, meira og
minna skringilegar. Svo römm er hlutdrægnin, að jafnvel um
Fransisous af Assisi, einn af mestu guðsmönnum mannkynssog-
unnar, er ekkert annað sagt en það, sem ætlast er til að verði
honum til smánar. A öðrum eins fróðleik er ekki mikið að græða,
•og ritið hvorki sæmd íslenzkum bókmentum né íslenzkum guðfræð-
ingum. Höf. ætlast til þess að rit hans fæli menn frá því að
aðhyllast kaþólska trú. Vér erum honum sammála um það, að
ekki sé það æskilegasta stefnan, sem hugir Islendinga geta tekið.
En vér hyggjum betra að vera einlæglega kaþólskur maður, en að
svívirða kaþólska kirkju í algeröu skilningsleysi og óvirðulegri
hneykslisf/kn.
Islenzka höf. ar ekki gallalaus, en^að jafnaði lipur og fjörug.
■Óskandi, að hann beiti henni næst á betra efni.
*
* *
STURLUNGA SAGA. Buið hefir til prentunar BJÖRN BJARNASON dr. phil.
Fyrsta bindi. Reykjavik 1908 [Sigurðar Kristjánsson].
Sigurður Kristjánsson gerir ekki endaslept við fornrit vor.
Eftir að hafa komiö út Fornaldarsögum Norðurlanda, íslendinga-
sögum, íslendingaþáttum, Sæmundar Eddu og Snorra-Eddu, er hann
nú kominn af stað með Sturlungu. Bindin eiga að vera fjögur.
I þessu bindi eru: Geirmundar þáttur heljarskinns, Þorgils saga
■og Hafliða, Ættartölur, Sturlusaga, Prestssaga Guðmundar góða,
Guðmundar saga dýra og Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Þess þarf
naumasc að geta, að útgáfa Sturlungu er hið mesta nauösynjaverk,
jafnókunnug sem þjóðin er þessu merkilega söguriti sínu.
E. H.
♦
* *
SKOTLANDS RÍMUR, lcelandic Ballads on the Gowrie Conspiracy. Edited
by W. A. CRAIGIE. Oxford. At the Clarendon Press, 1908. IV, 144,
8vo. Með rithandar sýnishsrni.
Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem Englendingur hefir gefið út
islenzkar rímur, og byrjunin er góð, útgáfan sórlega vönduð að