Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 82

Skírnir - 01.12.1908, Side 82
Dómur Galileis. Árið 1633, 22. dag júnímánaðar, var kveðinn upp einn af illræmd- nstu dómum mannkynssögunnar. Sökudólgurinn var Galileo Galilei, mestur náttúrufræðingur Italíu og einn þeirra manna, sem lagt hafa undirstöðuna að náttúruvís- indum nútímans. Dómararnir voru rannsóknarréttur kaþólsku kirkjunn- ar í Rómaborg. Sakarefnið var bók, Samtöl, sem hann hafði ritað um alheimskerfið. Hann hélt því fram, að því væri svo háttað, sem hinn siðaði heimur hefir nú kannast við um langt skeið. Bókin er enn talin eitt af mestu snildarritum vísindauna. Bókin var lögð fyrir páfa árið 1630. Hann virðist ekki hafa fund- ið neina hættu stafa af henni, og 1632 fekst leyfi til að prenta hana. En þegar hún var komin út, komst alt í svo mikið uppnám, að fullyrt er, að annað eins hafi aldrei komið fyrir út af neinu vísindariti. Yinir höfundarins tóku hókinni með miklum fögnuði. Eu mótstöðumenn hans reyndu að sannfæra páfa um það, að hér væri um mikla hættu að tefla fyrir kirkjuna, og að auk þess væri páfi sjálfur óvirtur í bókinni. Hann setti þá kardinálanefnd til þess að yfirfare hókina af nýju. Og kardíu- álarnir vísuðu málinu til rannsóknarréttarins. Galilei átti heima í Flórens, en var stefnt til Rómaborgar, til þess að mæta þar fyrir rannsóknarréttinum. Hann var þá 69 ára og farinn að heilsu. Rannsókninni lyktaði með þeim hætti, að farið var með hann inn í píningarsalinn og honum sýnd píslarfærin. Þá virðist hann hafa látið ,hugast að fullu. Ágrip það af dómnum, sem hér fer á eftir, er eftir enskri þýð- ing. fiún var gerð eftir ljósmynd af dómnum, er tekin hefir verið í páfahöllinni. Dómurinn hyrjar á því, að Galilei sé kærður fyrir, „að þú hefir hald- ið því fram, að rétt sé sú villukenning, sem margir hreiða út, að sólin sé hreyfingarlaus í miðju veraldar og jörðin hreyfist daglega; að þú kennir lærisveinum þinum þetta; að þú hefir haft bréfaskifti um þetta efni við stærðfræðinga Þýzkalands; að þú hefir gefið út hréf um sól- blettina, og haldið því fram þar, að þessi kenning sé rétt; að þú hefir svarað þeim móthárum, sem fram hafa komið gegn þér, með þeim hætti að skýra heilaga ritningu eftir þínum eigin hugmyndum. . . . „Rétturinn hefir viljað afstýra þeim óþægindum og hættum, sem af þessu stafa, og fara vaxandi, trúarbrögðunum til tjóns. „Eftir skipun páfans og kardínálanna hafa guðfræðingar þeir, sem mál þetta er falið, orðað tvö kenningar-atriði þín á þessa leið: „Hið fyrra er þetta: Sélin er miðja veraldar og hreyf- ist ekki. Sú kenning er fráleit, vísindalega röng, og villitrúar-kenn- ing, af því að hún er gagnstæð heilögum ritningum. „Siðara atriðið er þetta: Jörðin er ekki miðja veraldar, og er ekki óhreyfanleg, heldur hreyfist hún dag-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.