Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 86

Skírnir - 01.12.1908, Side 86
374 Erlend tíðindi. talinn lúta Tyrkjasoldáni. Hann er á stærð við hálft ísland og ríflega þó, með 2 miljónum íbúa. Þau urðu ókvæða við, hin stórveldin, og var búist helzt við allsherjar-ófriði um hríð. Þau þóttust grátt leikin af félaga sfnum þar í Vín. Hitt varð úr, fyrir skörulega íhlutun þeirra stjórnvitr- inga álfunnar, er friðinn vilja varðveita til lengstra laga, að ófriði tókst að afstvra, og skyldi þá getigið á allsherjarráðstefnu til að jafna það mál alt, anstræna málið gamla. Þegar fiá leið, dró nokkuð úr þvi áformi aftur, og óráðið enn, hvort nokkuð verður úr þeim fundi eða ekki. í sama nmnd sem Búlgarar lýstu sig óháða Tyrkjasoldáni, hugðu Kriteyingar sér til hreyfings og sögðu sig í lög með Grikk- jum, líkt og þeir hafa brugðið fyrir sig áður oftar en einu sitini. En eigi dirfðist Grikkjakonungur að taka því, við mótmæli soldáns og ósamþykki stórveldanna. Þar situr því enn við sama og áður. Hér er yfirlit, sem sýnir, hvað saxast hefir á limina hins sjúka manns á síðari tímum, frá því snemma nokkuð á öldinni sem leið; og merkja ártölin aftan við nöfn hinna nýju ríkja, hvenær þau urðu fullvalda. Búlgaria (1908) . 1800 fermíl. 4 milj. Grikkland (1830) 1200 - 2V2 - Montenegro (1852) 150 lU - Rúmenía (1878^ 2400 — 7 — Serbía (1878) 900 - - Bosnía-Herzegovína ... 1000 2 Samtals... 7450 fermíl. 1S1/^ milj. Tyrkland .. 3000 - 6V2 - Alls... 10450 fermíl. 25 milj. Riki Tyrkja hér í á!fu er þvi uú orðið ekki þriðjungur þess sem það var fyrir 80 árum, hvorki að víðlendi né fólksfjölda, nema síður só. En austur i Asíu á Tyrkjasoldán landeignir, sem tiema 30,000 fernn'lum, og tala þegna hans þar 17—18 milj. Tyrkjaveldi alt er því nú 33,000 fermílur og íbúarnir um 24 milj. Hálffullvalda urðu framantalin lönd, er gengið hafa undan Tyrkjasoldáni, nokkuru fyr en þetta l'lest, sem fullveldisártölin votta: Serbía 1812, Gríkkland 1827, Rúmenía 1856, Búlgaría

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.