Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 87

Skírnir - 01.12.1908, Side 87
Erlend tíðindi. 875 1878. Montenegro hefir raunar aldrei lotið Tyrhjasoldáni að fullu, þótt svo vœri kallað fyrrum. Tvö stórveldi könnuðust við fullveldi þess -1853, en öll 1898, á Berlínarfundinum. Rúmenía varð konungsríki 1881 og Serbía 1882. Grikkland var þjóðveldi 1830—1833, en konungsríki síðan. Eftir allmiklar sennur á þingi D a n a í haust fyrstu vikuna út af Alberti-hneykslinu tókst að koma saman nýju ráðaneyti, er fyrir varð N. Neergaard fjármálaráðgjafi 2—3 mánuði undanfarna. f>að var 12. október. Þeim manni fr/r enginn vits, en grunaður er hann um kjarkleysi. Og þótti það lýsa sér óðara í því, að hann iét stjórnarflokkinn gamla, þann er stutt hafði Alberti til síðustu laga, þröngva sér til að halda í ráðuneytinu nokkrum sessunautum hans, er almenningsálit taldi að vísu eigi beint samteka honum, «n þó það kámaða af samneyti við hann, að þeim hæfði eigi slík hefðarstaða áfram. Að tveimur hinna gömlu ráðgjafa, þeim J. C. Christensen yfirráðgjafa og Sigurði Berg, er stýrt hafði innanrikis- málum, bárust svo fast böndin um, að þeim hefði alls eigi getað verið grunlaust um athæfi A'lberti og það mörg missiri hiu síðustu, að þeim var eigi vært í ráðuneytinu áfram, og þótti báðum súrt í brotið. J. C. Christensen hlaut þær sárabætur, að hann var kjör- inn formaður stjórnarliðsins, umbótaflokksins, sem verið hafði hann áður en hann gerðist ráðgjafi, og ætla menn að því muni fylgja helzti mikil áhrif á þing og stjórn. Eftirmaður hans í yfirráðgjafasessinum tók og að sér að fara með hervarnamál, og hafa menn fyrir satt, að snúinn muni hann vera á sömu sveif um meðferð hervarnanýmælisins mikla, er milli- þinganefnd hafði unnið að 6—7 ár og bera skal upp á þingi í vetur; en þar með hefir hann brugðist gersamlega sinni fyrri stefnu- skrá: að hafa sem minst um sig í hernaðarbúskapnum. Það er kunuugt um V i 1 h j á 1 m keisara hinn þ ý z k a, að hann vill mikið láta á sér bera, og að honum hættir til að vera marg- máll og örorður, frekara en vel þykir við eiga um slíkan þjóðhöfð- ingja eða vel henta góðri sambúð við önnur ríki. Enskt blað mikils háttar, Daily Telegraph, birti í haust einu sinui viðtal, er keisari hafði átt við eiuhvern enskan stjórnmálamaun. Haun kvart- aði þar um óviðráðanlega tortrygni Breta við sig saklausan, og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.