Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 89

Skírnir - 01.12.1908, Page 89
Erlend tiðindi. 377 vildu kosið hafa. Hann hafði verið í forsetakjöri áður tvívegis, ei> borið lægra skjöld. Mælskuskörungur er hann einhver hinn mesti með Bandamönnum. — Hinn nyi forseti tekur við völdum 9. marz 1909. ___________ Laust fyrir áramótin urðu syðst á Ítalíu landskjálftar meiri og mannskæðari en dæmi eru til hér í álfu frá því er fyrst fara sögur. Spjöll urðu mest á suðurtá meginlandsins, og í Sikiley næst sundinu þar í milli, Messina-sundi. Borgin Messina gjör- hrundi. Ennfremur bæirnir Reggio og Palmi hinumegin sundsins, á meginlandinu, og margir bæir fleiri. Bæjarlýður í Messina var 155 þús., í Reggio 55 og Palmi 12. Manntjón sannfrótt 120 þús. Mesta landskjálftamanntjón áður hér í álfu 60 þús. Það var á Sikiley árið 1693. Drepsótt og hungurnauð fylgdi þeim ósköpum, og nóg spellvirki. Mesta s 1 y s þessa mánuði er kolanámuspreuging í Vestfali á Þ/zkalandi 11. nóv., er varð 360 manna að bana. Þjóðhöfðingjaskifti urðu seint á árinu í K í n a. Kwangzu keisari lézt, svo og ekkjudrotningin, er þar hafði mestu ráðið um landsstjórn fullan mannsaldur. Hún hét Tsu-shi, skörungur mikill og vel viti borin, ráðrík og drotnunargjörn. Hún varð hálfáttræð, en keisari hálffertugur. Dánir merkismenn árið 1908. Buller, enskur hers- höfðingi frægur úr Búaófriðinum, 2. júní, nær sjötugur. Campbell-Bannerman, yfirráðgjafi Englakonungs 1905—08, 22. apríl, 72 ára. Carlosl. Portúgalskonungur 1889—1908, myrtur 1. febr., f. 1865. Cleveland Bandaríkjaforseti 1885—89 og 1893—98, 24. júní, f. 1837. Devonshire hertogi, brezkur, margsinnis ráðgjafi, 24. marz, f. 1833. Drachmann, Holger, 14. jan., mesta skáld Dana, f. 1846. La Cour, danskur vísindamaður og 1/ðháskólakennari í Askov, 5. tpríl, f. 1846. Michaelsen (Joseph), danskur póstmeistari, sá er fyrstur stakk upp á alheimsbréfburðareyri hinum sama, 12. aprll, f. 1826. Sankey (Ira David), d. í ágúst, f. 1840, heimsfrægur kenni- maður amerískur og sálmaskáld. B. J

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.