Skírnir - 01.12.1908, Page 92
380
ísland árið 1908.
Argæzka til s j á v a r i u s var mikii framan af þessu ári f
öllum helztu veiðistöðum sunnanlands og vestan, bæði á opin skip
og þiiskip, og ekki sízt á botnvörpuskipin íslenzku; en aflinn varð
minni er á leið sumarið. Á Suðurlandi og Vestfjörðum hefir fisk-
aflinn um allan tírosnn orðið með bezta móti; á Austfjörðum likt
og í meðal-ári og svipað á Norðurlandi. Vólarbátum hefir fjölgað
og nokkur innlend botnvörpuskip hafa bæzt við. Utlendum skip
um hefir fjölgað við fiskiveiðar hér við land þetta ár. Norðmönn-
um þeim fjölgar nú árlega, er stunda síldarveiðar við Norðurland.
Frakkar hafa fært út kvíarnar í ár og fjólgaö fiskiskipum hér við
land. En einkum eru það Danir, er hafa lagt meiri hug á að
fiska hór við strendur landsins, eu hingað til hefir verið. Fiski-
veiðafélag var stofnaö á síðastliðnu ári suður í Danmörku til þess
að reka fiskiútgerð hér við land. Aðalstöð síua hefir nú félag
þetta á Rejkjanesi syðra. Ur ríkissjóði Dana voru veittar 100
þús. kr. þetta ár til eflingar atvinnurekstri þessum hér.
V e r z 1 u n hefir verið miður góð þetta ár. Flestar íslenzk-
ar vörur í lágu verði. Smjörsalan ein hefir gengið mjög vel;
íslenzka smjörið er stöðugt að ávinna sór gengi í útlöndum, og
hefir fengist fyrir gott rjómabúsmjör erlendis yfir 90 a. pd. Ull-
arverð hefir fallið um þriðjung frá í fyrra, hæst nú 50—60 a. pd.
Kjötverð hefir lækkað mjög. Sala á kjöti, er fram hefir farið í
haust, er mjög slæm, bezt 50—60 kr. t., (í fyrra yfir 70 kr. bezt);
ilt útlit nú með kjötsölu. Fiskverð hefir lækkað um nál. 20°/0 frá
í fyrra, bezt þá uál. 80 kr. sk., nú hæst 60—70 kr. sk. Oáran.
hefir verið hin mesta t peningaviðskiftum hór á landi alt árið.
Island gat eigi farið varhluta af peningavandræðum þeim hinum
miklu, er heimsóttu mikinn hluta Evrópu og stöfuðu frá hinum
alræmdu amerísku stórgróðasamlögum. Og þessi peningavandræði
hafa haft verri afteiðingar hér á landi en víðast annarstaðar.
Vegna þess að landið er í mikilli framför í ymsum greinum, hefir
peningaskortur landsmanna dregið í stórum mæli úr ýmsum fram-
förum og arðvænlegum fyrirtækjum. Vextir af bankalánum hafa
verið hærri en nokkuru sintti áður hór á landi. I byrjun ársins
voru þeir 8x/2 °/0, en þegar-á árið leið, lækkuðu þeir nokkuð; í
október voru þeir komttir niður í 6°/0 og halda3t svo enn. Bank-
arnir hafa verið mjög tregir á að lána fé og hefir átt mikinn þátt
í pví getuleysi þeirra, er stafar af skuldaviðskiftum þeirra við er-