Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 7
Þegar eg var á fregátnnni —!“
199
og hefir ekkert fyrir stafni, en á sumrin ber lítið á hon-
um. Og afbragðs sjómaður er hann.«
»Já, sjómaður, sem aldrei skeikar,« sagði maðurinn í
dyrunum. »Og núna er óhætt að fara á skip með honum.
Það skal eg ábyrgjast.«
»Ætlið þér með honum?« spurði læknirinn.
»Já, við erum þrír hásetar hjá honum. Fjórir verð-
um við alls á bátnum.«
Eg virti manninn í dyrunum betur fyrir mér. Það
var unglingsmaður um tvítugt, mannvænlegur og stilli-
legur. Mér leist ágætlega á hann.
Jeg fór að skammast mín í kyrþey fyrir það, að þora
ekki yfir fjörðinn með þrem mönnum eins og honum, þó
aldrei nema formaðurinn væri »undarlegur í höfðinu«.
»Ætlið þið að fara í dag?« spurði læknirinn. »Þykir
ykkur ekki hvast?«
»Ekki held eg Hrólfur gamli ætli að setja það fyrir
sig,« sagði maðurinn og brosti við.
»Er siglandi?«
»Já, það held eg, og ágætis-leiði.«
— Það varð nú að ráði, að eg færi með þeim. Eg
fór að búa mig í snatri og farangur minn og reiðtygi var
borið ofan í bátinn.
Loks gekk læknirinn með mér fram á bryggjuna.
Þar, í skjóli við bryggjuna, flaut bátur Hrólfs gamla
með reistu siglutré og seglinu vöfðu utan um það. Það
var fjögra manna far i stærra lagi, altjargað, nema efsta
borðið; það var málað ljósblátt. í bátnum voru ýms
áhöld til hákarlaveiða, meðal annars stórt lagvaðstré með
fjórum kneifum úr slegnu járni, kvartél með hákarlabeitu,
sem megnasta óþef lagði af, og tunnur undir hákarlalifur.
Hákarlasöxin lágu undir þóftunum og stórum ífærum var
krækt undir böndin. Fremst í barkanum voru nestis-
skrínur bátverja.
Aftur í bátnum sá á bakið á manni, sem beygði sig
niður og raðaði steinum í botninn á bátnum. Hann var
klæddur í skinnbrók, sem náði honum upp undir hendur,