Skírnir - 01.08.1910, Side 8
200
„Þegar eg var á fregátunni —!“
og lágu snærisbönd úr henni í kross upp um axlimar.
Framar í bátnum stóð annar maður, en hinn þriðji var
uppi á bryggjunni.
»Gróðan daginn, Hrólfur minn!« sagði læknirinn.
»Góðan daginn,« sagði Hrólfur stuttur í spuna um
leið og hann rétti sig upp og »spýtti mórauðu«. »Réttu
mér steininn þarna.«
Seinni parturinn af ávarpinu var ætlaður manninum
á bryggjunni, en hvorki lækninum eða mér. Hrólfur
skotraði snöggvast til mín óblíðum augum, en annars var
eins og hann gæfi mér engan gaum.
Það var sem eitthvað styngi mig, þegar þessum aug-
um var litið á mig; hvassara og stygglegra tilliti hefi eg
aldrei orðið fyrir.
Hrólfur var lítill maður, hnellinn, og nú tekinn fast
að eldast. Andlitið var magurt og nokkuð hrukkótt, blakt
og veðurbitið, með ljósan, óræktarlegan skegghýung í kring-
um munninn. Eg tók undir eins eftir undarlegum kippum
í andlitinu, eins og þeir væru leifar af gömlum drykkju-
flogum. Annars var svipurinn harður og þunglyndislegur.
Hendurnar voru þrútnar og lúalegar, og eins og börkur
á þeim eftir margra ára róður.
»Þykir yður hann ekki hvass, Hrólfur minn?« mælti
læknirinn eftir nokkuð langa þögn.
»Það læt eg alt vera,« mælti Hrólfur án þess að líta
upp.
Samtalið slitnaði aftur sundur. Það var eins og Hrólfur
væri ekkert hneigður fyrir það, að halda áfram skrafi,
ekki einu sinni þó að héraðslæknirinn ætti í hlut.
Læknirinn leit til mín og glotti við. Eg skildi það
svo, að nú væri Hrólfur gamli eins og hann hefði átt von
á honum.
»Þér ætlið að hjálpa upp á þennan ferðamann, Hrólf-
ur minn,« mælti hann enn eftir nokkra þögn.
»0-jæja. Ekki munar bátinn um að bera hann.«
Eg átti, með öðrum orðum, að vera viðbót við segl-
festuna!