Skírnir - 01.08.1910, Side 10
202
Þegar eg var á fregátunni —!“
Langa stund var fátt talað. Við kúrðum þegjandi
frammi við sigluna og Hrólfur var aftur á; endilangur
báturinn var á milli okkar.
Hásetarnir gerðu sér alt far um, að sem best færi
um mig. Eg lá á mjúkum pokum rétt framan við þóft-
una og hafði höfuðið í skjóli við borðstokkinn. Yrurnar
úr sjónum þeyttust yflr mig og komu ofan í bátinn hlé-
borðsmegin.
Pilturinn, sem hafði sótt mig heim til læknisins, hafði
hreiðrað sig í barkanum fyrir framan mig. Hann hét Ei-
ríkur og var Eiríksson. Mér geðjaðist alt af betur og bet-
ur að honum.
Annar hásetinn sat þversum yfir þóftuna og studdi
bakinu á siglutréð. Það var líka unglingsmaður, sem ný-
farin var að vaxa grön, rauður í framan, hægur og dauf-
gerður. Hann brá sér ekki vitund, þó að hver skúrin af
sjódrifi eftir aðra þeyttist beint framan í hann.
Þriðji hásetinn lagðist um þveran bátinn fyrir aftan
þóftuna, lagði samanbrotna olíutreyju undir höfuðið á sér
og sofnaði.
Langan tíma, fram undir heila klukkustund, lá eg
þegjandi og hugsaði um það eitt, sem eg heyrði og sá
umhverfis mig. Það var meira en nóg til að halda mér
vakandi.
Eg sá hvernig seglið hvelfdist, fult af vindi og tog-
aði fast í klóna, sem bundin var í borðstokkinn við hlið-
ina á Hrólfi. Þríhyrnan var eins og fallega beygð járn-
þynna, stíf og látlaus. Bæði voru seglin drifhvít, eins og
fílabeinsseglin á útskornu skipunum í söfnunum erlendis.
Siglutréð svignaði og bendurnar á vindborða voru stríðar
eins og hörpustrengir. Báturinn titraði eins og laufblað.
Eg fann gegnum næfurþunna súðina til löðrunganna, sem
öldurnar gáfu honum. Þeir komu á vangann á mér líka,
þó að eg fyndi ekki til vætunnar. Á milli löðrunganna
klöppuðu þær undur blíðlega. Stöku sinnum sá eg hvít-
fyssandi öldukambana upp yfir borðstokkinn á hléborða.
Stundum sá eg hafsbrúnina undir seglin, en oftar sá eg