Skírnir - 01.08.1910, Síða 12
204
Þegar eg var á fregátunni —!“
honum. Þó var öllum vel við hann. Allir, sem kyntust
honum nokkuð, sögðu, að það rættist furðanlega úr honum.
Þessi einræningsháttur hafði ágerst með aldrinum, en þó
einkum eftir að hann misti son sinn.
Sonur hans var uppkominn maður og hið mesta manns-
efni. Hann þótti vaskastur allra formanna i kaupstaðnum
og reri i'afnan lengst; enda var hann afiasælastur. Eitt
sinn hvesti hastarlega á hann langt úti á sjó fram undan
fjarðarmynninu. Þeir tóku barning til lands og náðu upp
undir múlana, en voru þá að þrotum komnir. Þeir ætluðu
þá að leita lands í Múlavognum. En þá tókst svo óheppi-
lega til að bátnum hvolfdi í vogsmynninu. Sonur Hrólfs
druknaði og annar maður til. Hinum varð bjargað.
Eftir þetta slys var Hrólfur ,^kki mönnum sinnandi
um langan tíma. Ekki svo að skííja, að hann gréti og
æðraðist. Það kann hann að hafa gert fyrstu d .gana,
en síðan ekki. En hann fór einförum. Hann afrækti
kerlinguna og hina krakkana, eins og þau kæmu honum
ekkert við framar. Það var eins og hann teldi sig hafa
mist alt, sem hann átti. Einsamall bjó hann að sorg sinni
og talaði ekki um hana við neinn. Enginn spurði hann
neins, enginn treysti sér til að reyna að hugga hann.
Enginn sá eiginlega neina sorg á honum. Þangað tii einn
vetur, að hann fór að tala við sjálfan sig.
Hann talaði við sjálfan sig dag og nótt um langan
tíma, talaði eins og tveir menn eða fleiri væru að tala
saman, skifti um málróm, hló og bar sig að öllu leyti til,
eins og hann tæki þátt í fjörugu samtali með lífi og sál.
Það var engin vitleysa í neinu, sem hann sagði, þó að
oft væri erfitt að komast þar að efninu. Og væri á hann
yrt, svaraði hann dræmt að vísu, en þó æfinlegæ s$ fullu
viti og góðu geði. Oft var þá eins og hann $mti að
vakna, áður en hann gæti svarað. Þó gerði hann öll
verk sín, á meðan hann talaði við sjálfan sig, eins og
hver annar full-vakandi maður.
Hann talaði aldrei um son sinn. Þetta sjálfsskraf
var mest um ýms æfintýri, sem hann þóttist hafa ratað í