Skírnir - 01.08.1910, Page 14
206
,Þegar eg var á fregátunni —!“
japla sundur öngulskaftlð raeð skaflinura. Það kom fyrir,
að þetta tókst; en oftast tókst það ekki. Ofan við öng-
ulinn tók við taumur úr sterkri járnkeðju. Það gekk stund-
um betur að klippa hana sundur en öngullegginn. Og í
gleði sinni yfir því að vera laus, rann þessi lystargóða
skepna á næsta öngul og var þar, þegar um var vitjað.
Ef hákarlinn gat ekki klipt sig lausan, reyndi hann að
snúa annaðhvort öngulinn eða tauminn í sundur. Menn-
irnir höfðu séð við þessu, og létu öngulinn snúast með
honum. »Gráni« hélt áfram að snúast með stakri þolin-
mæði, þangað til hann kom upp að borðstoknum og búið
var að festa í honum annan gogginn til. Þá gaut hann
sjógrænum glyrnunum upp á þá, sem höfðu gert honum
allan þennan óskunda, beit og lamdi alt hvað hann gat,
og reyndi að selja þetta vesæla hákarlslíf meira en nægi-
lega dýrt.
Þetta hafði verið veiðiaðferð forfeðranna um ómuna-
aldur. Nú var farið að veiða hákarlinn á þilskipum. Þessa
aðferð stundaði nú enginn þar um slóðir lengur, nema
Hrólfur gamli.
Og hann hafði margan »gráan« innbyrt Eiríkur tók
eina hneifina undan bandinu og sýndi mér hana. Hún
var úr slegnu járni, um hálfan þumlung á þykt, og soðið
stál á oddinn. En um snúningsnaglann var hún nærri
því núinísundur; — einhvern tíma hafði sá »grái« feng-
ist við hana.
Þeir voru búnir að segja mér svo margt um veiðina,
hásetarnir, að mig sárlangaði út í eyjuna með þeim. —
Alt í einu hnipti Eiríkur í mig.
Við þögnuðum allir og litum aftur um bátinn til
Hrólfs gamla.
»Nú er hann farinn að tala við sjálfan sig«.
Við héldum niðri í okkur andanum og hlustuðum.
Hrólfur sat grafkyr og hélt um stýristaumana. Hann
horfði ekki á neitt, en undarleg ánægjubros léku um and-
litið á honum.
Eftir ofboðlitla þögn sagði hann meðal-hátt: