Skírnir - 01.08.1910, Page 15
Þegar eg var á fregátunni —!“
207
»Þegar eg var á fregátunni — !«
Meira kom ekki í bili. Brosin urðu drýgindaleg, eins
og gamalt, hálf-skoplegt æfintýri væri að rifjast upp fyrir
honum.
»Já, þegar eg var á fregátunni, lagsmaður«!
Það var eins og einhver sæti þar hjá honum aftur
við stýrið, sem hann væri að segja söguna.
»Hefir hann verið á herskipi?* spurði eg ofurlágt.
»Aldrei á æfi sinni«, svaraði Eiríkur.
Við höfðum ekki augun af Hrólfi. Mér eru enn fyrir
minni kippirnir, sem eg sá kringum augun í honum. Sg
sá ekki í augun; það var eins og maðurinn svæfi. En
ennið og gagnaugun voru á látlausri hreyfingu, eins og
þar væri alt að leita fyrir sér að svipbrigðum.
Eg þagði; það lá við að mér sortnaði fyrir augum.
Nú var mér það fyllilega ljóst, að maðuiinn, sem hélt um
stýristaumana, — maðurinn, sem hafði líf okkar allra í
höndum sér, — var ekki með öllum mjalla.
Hásetarnir hniptu hver í annan og kýmdu. Þeir voru
þessu vanir.
»Hún hefði strandað — borist beint upp á flúðirnar
— »redningslöst fortabt«! sagði Hrólfur. »Redningslöst
fortabtc, lagsmaður. Það var falleg skúta! Gljáandi svört
með hvítum teningum á hliðunum, — tíu »kjaptar« á borð,
stefnið með útskornum myndum. Eg held að kóngi hefði
þótt fyrir að missa hana! Hún var of falleg til að malast
þar sundur, lagsmaður.-------Þeir urðu fegnir, þegar eg
kom«.
Hásetarnir kreistu niðri í sér hláturinn.
»Topsejlene op!« sagði eg.-----»Topsejlene op, lags-
maður. — Hann náfölnaði, sá gullborðalagði. Topsejlene
op, for Satan! Blástakkarnir á þilfarinu rákust hvor á
annan af ósköpunum. Já, lagsmaður! Þó að eg hefði ekki
sverð dinglandi við lendina,þá sagði eg: Topsejlene op, for
Satan! Og þeir hlýddu mér. — Þeir hlýddu mér.
Þeir þorðu ekki annað. Topsejlene op, for Satan!«