Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 16
208
,Þegar eg var á fregátnnni —!
Hrólfur lyftist upp á bitanum og krepti hnefana utan
um stýristaumana.
Eiríkur ætlaði að springa af hlátri, en vildi þó ekki
láta heyra til sín. Maðurinn uppi við mastrið tók sér
hláturinn léttar.
»Den stryger forbi« —! sagði Hrólfur ánægjulegur á
svipinn og kinkaði kolli. »Til hafs! Beint til hafs. —
Látum hana, bara leggja sig! Hún hefir gott af því, að
dálítið gutli um hana. Látum »sjóða á keipum«, segjum
við Islendingarnir! — Þó að braki dálítið í henni! Það
eru bara traustabrestir. Hún er þá ekki fúin á meðan.
— Nú jæja, við siglum þá úr henni botninn---------en á-
fram skal hún — áfram skal hún----------áfram — áfram
skal hún«!
Hrólfur lækkaði róminn og dró síðustu orðin.
— Við vorum komnir langt út í fjörðinn, sjóarnir voru
farnir að stækka og verða krappari vegna straums. Það
var orðinn mikill vandi að stýra svo að vel færi. Hrólf-
ur fann það á sér, hvernig hann átti að stýra. Hann leit
ekki upp, en þó var eins og hann sæi alt í kringum sig.
Það var eins og hann fyndi það á sér, þegar stórar öld-
ur nálguðust, sem stýra þurfti undan eða sneiða hjá.
Höfuðstefnunni skeikaði aldrei til muna, en báturinn rendi
sér undur liðlega innan um öldurnar — yfir þær, undan
þeim og gegnum þær, eins og hann hefði mannsvit. Aldr-
ei gaf á hann; öldurnar gnæfðu uppi yfir honum, óðu að
honum grenjandi, hvítfreyðandi; en hann vék sér ein-
hvern veginn undan þeim. Hann var viðkvæmur eins
og stygg hind, fljótur að láta að stýrinu, mjúkur í öllum
hreyfingum eins og vakur, framsækinn gæðingur. Andi
Hrólfs gamla var yfir honum.
En sjálfur var Hrólfur þar ekki. Hann var »á fre-
gátunni«. Það var ekki báturinn hans, sem hann stýrði
þessa stundina, heldur gríðarmikill, þrísigldur skrokkur,
með háan skýjakljúf af seglum og 10 fallbyssur á
borð. Það var eitt af furðuverkum mannlegra handa.
Höfuðbendurnar voru úr margþættum stálvír, dragreipin