Skírnir - 01.08.1910, Síða 17
Þegar eg var á fregátunni —!“
209
undust hvort um annað, slógust í möstrin og stögin, sýnd-
ust vera ramflækt, en voru þó í besta lagi, greið og gegn
eins og taugarnar í líkamanum. Þessum heljarbyrðing
þurfti ekki að stýra undan sjóunum eða á snið við þá,
— nei, hann var látinn leggjast á þá, með öllum þunga
sínum, mala þá í sundur og ýta þeim út undan sér eins
og hvítum skafli. Brakandi og stynjandi öslaði hann á-
fram á hvað sem fyrir varð, lagði sig á borðstokka und-
an veðrinu og skildi eftir langt plógfar í sjónum fyrir aft-
an sig. Uppi yfir borðstoknum á þessum knerri hékk bát-
ur Hrólfs í tveimur bognum járnstólpum eins og ofurlítil
hláskel. —
Einu sinni hafði þessi draumur verið langt, langt
fram undan. Nú, þegar vonlaust var um að hann rætt-
ist, var hann kominn langt aðbaki. Hrólfurhafði
verið á »fregátunni«.
Langa stund ruglaði hann við sjálfan sig, sagði frá
því, hvernig hann hefði leitt »fregátuna« heila til hafnar
og fengið konunglega »gullmedalíu« að launum. Við heyrð-
um ekki nema slitring af allri romsunni, en fundum þó
söguþráðinn. Hrólfur talaði ýmist dönsku eða íslensku,
talaði með margra manna málrómi, og jafnan mátti heyra
það á tali hans, hvar hann var staddur á »fregátunni«,
hvort hann talaði við hásetana á þilfarinu, eða yfirmenn-
ina á stjórnpallinum, eða hann hringdi við þá glösum í
lyftingunni að þrekvirkinu unnu.
Stormurinn var orðinn heldur vægari, en vegna þess,
hve utarlega við vorum komnir í flóann, voru öldurnar
orðnar miklu stærri. Þær voru leifar af stórum hafsjó-
um, sem geystust útifyrir, leifar, sem náðu langt inn í
flóann, þrátt fyrir andbyrinn.
Hrólfur var hættur að tala upphátt við sjálfan sig og
raulaði nú hægt fyrir munni sér. Það færðist eitthvert
værðarmók á hásetana í kringum mig, og eg held að mér
hafi legið við að sofna um stund. Enda var eg satt að
segja, ekki nærri því laus við sjósótt.
Eftir dálitla stund reis maðurinn á fætur, sem sofið
14