Skírnir - 01.08.1910, Page 18
210
„Þegar eg var á fregátmmi —!“
hafði í rúrainu fyrir aftan siglutréð. Hann geispaði nokkr-
um sinnum, ók úr sér hrollinn og litaðist um.
»Nú, við erum bráðum komnir út í Múlavog«, mælti
hann.
Eg glaðvaknaði við þessa frétt, og reis upp við oln-
boga. Fjallið, sem eg hafði séð innan úr kaupstaðnum
og þá var sveipað dökkum bláma, gnæfði nú beint uppi
yfir okkur, klettótt og hrikalegt, með svörtum sjávar-
hömrum neðst. Björgin voru rennvot af úðanum úr brim-
inu og drunurnar úr stuðlabergsskútunum, sem sjórinn
féll inn í, líktust miklum fallbyssuskotum.
»Það er ekki lendandi í voginum núna, Hrólfur«,.
sagði hásetinn og geispaði aftur. »Það er foráttu-brim«.
Hrólfur lét sem hann heyrði ekki.
Nú voru allir á bátnum vel vakandi og horfðu til
landsins. Eg held að fleirum en þessum eina manni hafi
hrosið hugur við lendingunni.
I fjallinu fyrir ofan okkur var eins og brík væri
dregin hægt til hliðar. Þar opnuðust Múladalirnir. Innan
skamms sá blika á bæjarþilin. Bæirnir stóðu hátt og
ströndin var klettótt.
Báturinn beygði inn í víkina. Þar var kyrrara en
úti fyrir og sjórinn lítið eitt sléttari.
»Hafið fokkuna lausa«! skipaði Hrólfur. Eiríkur varð'
til að losa hana og hélt um skautið. Sjálfur losaði Hrólf-
ur stórseglið og hélt um skautið á því. Eg skildi þetta
svo, að Hrólfi þætti varlegra að hafa seglin laus, vegna
þess, að það var svipvindagjarnt i víkinni.
»Ætlarðu að sigla inn í voginn« ? sagði hásetinn, sem
sofið hafði. Hljóðið kom fram um nefið, fult af tóbaki.
»Haltu kjafti«! sagði Hrólfur og var ekki blíðróma.
Maðurinn lét sér þetta að kenningu verða og spurði
ekki um fleira.
Enginn sagði neitt. En nú var hver stundin rik eftir-
væntingar.
Allir horfðu hljóðir upp til klettanna, þar sem alt
löðraði í hvítu brimi.