Skírnir - 01.08.1910, Side 21
Þeirar eg var á fregátunni —!“
213
Við fórum nllir upp úr bátnum og brýndum honum.
Okkur var öllum mál að rétta úr okkur, eftir að hafa
setið eða legið kreptir á hörðum fjölunum í rétt að kalla
fjórar klukkustundir.
Eg gekk til Hrólfs gamla eitt sinn er hann stóð þar
afsíðis á klöppunum og spurði hann, hvað farið kostaði.
»Kostar«, sagði Hrólfur og virti mig varla viðlits.
»Hvað farið kostar. Bíddu nú hægur, lagsmaður, — bíddu
nú hægur«.
Hrólfur þúaði mig eins og gamlan kunningja, þótt
við hefðum aldrei sést fyr en þennan dag. Hann var úf-
inn á svipinn og ófrýnn, stuttur í svörum og nærri því
hryssingslegur. Samt var eitthvað laðandi við hann, eitt-
hvað, sem vakti traust og virðingu og gerði það að verk-
um að mér féll vel kunningjalátbragð hans.
»Hvað farið kostar. Bíddu nú við«.
Hrólfur var eins og utan við sig. Hann leysti frá
sér skinnbuxurnar og seildist ofan í vasann á bættu görm-
unum, sem liann var í innan undir, dró þar upp væna
tóbakshönk og beit í hana. Sleit síðan af henni dá-
lítinn bút og fleygði honum innan í kollinn á sjóhattin-
um sínum. Síðan reirði hann aftur að sér sjóbuxurnar og
fór ekki óðslega að neinu.
»Þú hefir auðvitað orðið blautur þarna í vogsmynn-
inu«.
»Það tel eg varla«.
»Það skvettist stundum ónotalega yfir þar«.
Hrólfur stóð kyr, jóðlaði tóbakstöluna og starði út í
vogsmynnið. Eg þóttist sjá, að hann væri búinn að gleyma
að svara spurningu minni.
»Það skvettist stundum ónotalega yfir þar«, mælti
hann aftur og lagði mikinn þunga á orðin. Eg leit fram-
an í hann og sá, að augun flutu í tárum. Kippirnir í
andlitinu voru líkir og áður.
»Þar hefir fylt hjá mörgum», bætti hann við, »og
sumir hafa ekki farið lengra. En eg hefi flotið þar
út og inn til þessa. Ojæja. »Silfurkerin sökkva í sjó, en