Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 23
Þeg&r «g var 4 fregátunni —!“
215
»So-so, piltar!« mælti hann alt í einu. Árarnar skullu
í sjóinn og báturinn tók viðbragð.
Þannig munu þeir hafa »greitt atróðurinn« í gamla
•daga, víkingarnir, hugsaði eg með mér.
Það heyrðist ekki fyrir orginu í briminu hvað Hrólf-
ur sagði, en okkur skildist það, að hann herti á hásetun-
um að róa alt hvað aftæki. Við sáum þá hamast undir
spreng og báturinn þaut áfram.
I vogsmynninu sjálfu reis brimaldan á móti þeim.
Hún varð hvöss eins og hnífsegg, sogaði undir sig löðrið
úr síðustu öldu og varð íhvolf, áður en hún steyptist of-
an á skerin.
Við stóðum á öndinni. Hér bar hrikalegan leik fyrir
augun.
Hrólfur kallaði eitthvað hátt og samstundis lögðust
árarnar að borðunum á bátnum eins og uggar að laxi,
sem hendir sér á fossinn. Báturinn stakk sér beint í öld-
una. Ofurlitla stund hvarf hann i brimrótið, svo að að-
eins sá á siglutréð. Þegar við sáum hann aftur var hann
kominn út fyrir alla brotsjóa.
Það hafði verið gott skrið á honum og laglega stýrt.
Þá settist Hrólfur á bitann eins og ekkert hefði í
skorist. Þannig hafði hann setið áður um daginn, á með-
an »hann var á fregátunni«.
Tveir af hásetunum greiddu úr seglinu, en einn fór
að ausa. Eftir örlitla stund var komið skrið á bátinn að
nýju.
Það greip mig viðkvæmni þegar eg horfði á eftir
Hrólfi gamla, og eg hugsaði eitthvað á þessa leið:
»Vertu sæll, gamli sjógarpur! Þú hefðir sannarlega
átt það skilið, að kljúfa kólguna umhverfis strendur ís-
lands á fallegri »fregátu«.
Báturinn hallaði sér fagurlega og þaut áfram, eins og
máfur, sem rennir sér með annan vænginn fast niður við
öldurnar. Við stóðum kyrrir og horfðum á eftir honum,
þangað til hann hvarf fyrir Múlann.