Skírnir - 01.08.1910, Page 24
„ísland gagnvart öðrum rikjum.4k
Eftir Björn Magnússon Olsen.
Hinn enski sagnaritari Macaulay minnist þess í Eng-
lands sögu sinni (6. b. 18. k.), hve mikil rimma reis á
Englandi á dögum Georgs 3. og Georgs 4. út af því, hvort
páfatrúarmenn mætti eiga sæti á þingi Breta. »Það er
vafasamt,« segir hann, »hvort nokkur deila
hefur ranghverft sögulegum sannleika
jafnstórkostlega sem þessi. öll saga um-
liðinna tíma var fölsuð sakir nútímans.
Allir hinir merkustu viðburðir þriggja
alda síndust afskræmdir og upplitaðir, er
vjer griltum í þá gegnum þokuna, sem
kreddur vorar og ástríður höfðu þirlað
u p p«.
Oft fljúga mjer í hug þessi orð Macaulay’s, þegar jeg
blaða í »Rikisrjettindum Islands« eftir þá dr. Jón Þor-
kelsson og Einar Arnórsson, eða í bók drs. Berlins um
rjettarstöðu Islands. Viða finst mjer þar hilla undir við-
burðina, afskræmda og upplitaða, gegnum moldviðri, sem
ástríður nútímans hafa þirlað upp. Víða virðist söguleg-
um sannleika vera ranghverft og saga umliðinua tíma
fölsuð sakir nútíðarinnar, þó að höfundarnir líklega sje
sjer þess ekki meðvitandi. Og enn hafa orð Macaulay’s
rifjast upp firir mjer núna, er jeg las Andvaragrein þeirra
Jóns Þorkelssonar og Einars Arnórssonar, er nefnist »í s-
landgagnvartöðrumríkjum fram að siða-
s k i f t u m«.