Skírnir - 01.08.1910, Page 25
Tsland gagnvatt öðrum ríkjum.
217'
Um það ættu þó allir að geta verið samdóma, að
spurningin um það, hvernig landið í firstu komst undir
konung og hverja rjettarstöðu það hlaut við þau umskifti,
hún er eingöngu vísindalegs, sagnfræðilegs, eðlis, og að
ekki dugir að líta á hana gegnum sjónargler, litað í þeim
reik, er leggur af deiium nútímans.
Ekki þarf lengra að fara enn í ifirskrift nefndrar rit-
gjörðar »ísland gagnvart ö ð r u m ríkjum fram að siða-
skiftum«. Þetta heiti er undir eins töluvert litað. í
»ö ð r u m« felst, að ísland hafi verið sjálfstætt ríki alt
fram að siðaskiftum, og er það engum vafa bundið, að
svo var alt þangað til, er landið gekk undir konung. Enn
um hitt ber mönnum ekki saman, hvort ísland var sjálf-
stætt ríki eftir þann tíma til siðaskifta. Hjer kemur þá
að nokkru leiti fram í heiti ritgjörðarinnar sá hugsunar-ann-
marki, sem kölluð er petitio principii, þ. e. höfundarnir taka
það firirfram sem gefið, er þurfti að sanna, að ísland hafi
verið sjálfstætt ríki allan þann tíma, sem um er að ræða.
Tveir firstu kaflar ritgjörðarinnar eru eftir dr. Jón
Þorkelsson, og verð jeg að segja, að ómerkilegra »skrif«
hef jeg sjaldan lesið. Firstu 12 blaðsíðurnar (Andvari
21.—32. bls.) eru um Vestureijar, Færeijar og Grænland,
og koma ekkert við efni ritgjörðarinnar, nema að því
leiti sem höf staðhæfir á 26. bls., að íslensk lög hafi gengið
á Grænlandi, eða að Grænlendingar hinir fornu hafi verið
í lögum með Islendingum. Að vísu dettur engum í hug
að neita því, að lög Grænlendinga hafi í ímsu verið lík
íslenskum lögum, þar sem landið var bigt frá Islandi.
Enn hitt er beint á móti heimildarritunum, að Grænland
hafi lotið löggjafarvaldi Islendinga. I Grænlendingaþætti
(Flat. III. 450) telur Ketill Kálfsson sjer það til gildis, að
»sjer sje kunnug grænlensk lög« og víðar
segir sami þáttur, að það eða það hafi gerst »a ð g r æ n-
lenskum lögum«. Höf. tekur það og sjálfur fram,
að Grænlendingar höfðu sitt Alþingi út af firir sig, og
getur um lög þau, er það samþikti um stofnun biskupsstóls,
enn fremur að Grænlendingar höfðu sinn eiginn lögsögu-