Skírnir - 01.08.1910, Síða 26
21ö
,ísland gagnvart öðrum ríkjum.'
mann. Það var og langt firir þá að sækja lög sin hingað
og laga sig eítir öllum þeim laganimælum, sem íslenska
Lögrjettan tók í lög, með þeim samgöngum, sem þá vóru.
Það sannar ekkert í þessu efni, þó að svo standi í Grá-
gás (Staðarhólsb. 389. bls.), að hver maður, sem er sekur
á Grænlandi, skuli og vera sekur hjer. Þetta ákvæði er
alveg sjerstaklegs eðlis, og má helst jafna þvi til samn-
inga milli ríkja nú á dögum um framsal glæpamanna, og
ef það sannar nokkuð, þá sannar það helst það, að græn-
1 ensk lög hafi í þessu efni náð til ís 1 ands!
Eini flugufóturinn, sem höf. ber firir þessari fjarstæðu, er
það ákvæði í Grágás, að það varði fjörbaugsgarð, »e f
maður á konur tvær hjer á landi eða í vor-
um lögum«. Hann heldur fram skoðun V. Finsens, að
hjer sje orðin »i vorum lögum« sama sem á Græn-
1 a n d i, og eiðir mörgum óþarfa orðum að því að reina
að hrekja það sem jeg hef sagt, að þessum orðum sje hjer
við bætt til að taka af allan efa um það, að þetta laga-
ákvæði nái líka til bigðra eija við ísland, svo sem Gríms-
eijar eða Vestmannaeija. Höf. virðist ekki hafa lesið
Grágás með mikilli athigli, úr því að hann hefur ekki
tekið eftir því, hve nákvæmir hinir fornu íslensku lög-
gjafar eru í orðavali, og hve þeir hafa látið sjer ant um
að taka út ifir allar æsar og orða lögin svo, að ekkert
undanskot gæti átt sjer stað. Það vill nú svo vel til, að
jeg get bent honum á annan alveg samskonar stað í Grá-
gás, sem tekur af allan efa í þessu efni. Þar sem talað
er um, hvernig fara skuli með dánarfje eftir mann, sem
andast á skipi, standa þessi orð í Grág. Konungsbók I 243.
bls. og alveg samhljóða í Staðarhólsbók 93. bls.: »Enda
skulu þeir svá fara með því fé, ef maðr
andask at skipi, þá er þeir skulu héðan
fara, sem áðrertínt, eðasváef þeir búaí
landfestum við ísland eða þær eyjar hér, er
bygðar eru.« Hjer þótti forfeðrum okkar ekki nóg að
segja »í landfestum við ísland«, því að þá gæti
maður, sem fór ólöglega með dánarfje, skotið sjer undan