Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 27
jsland gagnvart öðrum rikjum.
219
lögunum, ef hann lá í landfestum t. d. við Vestmannaeijar.
A sama hátt þótti þeim varlegra á firri staðnum að bæta
við »í vorum lögum«, til þess að maður, sem átti
tvær konur, aðra »h j e r á 1 a n d i«, enn hina t. d. í
Grrímsei, gæti ekki skotið sjer undan firirmælum laganna.
Á 32. bls. kemst höf loks að efninu, afstöðu íslend-
inga við önnur lönd fram undir lok 12. aldar. Þessi kafli
er lítið annað enn orðrjett uppprentun alkunnra sögustaða,
langar romsur úr Landnámu, Heimskringlu, Jómsvíkinga-
sögu, alt saman ómelt og gjörsneitt öllum sjálfstæðum eða
frumlegum sögulegum röksemdum eða hugsunum Það er
eins og höf. liggi lífið á að teigja sem mest úr efninu,
er hann dirfist að misbjóða lesendum sínum með slík-
um langlokum. Og þó er langt frá því, að hann tæmi
efnið. Ekki minnist hann t. d. einu orði á það, sem
Landnáma segir (útg. 1843, 276. bls.), að Haraldur
hárfagri hafi haft afskifti af reglum þeim, er landnáms
menn settu um víðáttu landnáma, ekki heldur á það,
að sáttmálinn við Olaf helga um rjett Islendinga í Noregi
hafi verið endurníjaður og svarinn á ní first á dögum Is-
leifs biskups og síðar á dögum Gizurar biskups (Grágás
Konungsb. II. 197. bls.), ekki á hjálp þá, er Haraldur kon-
ungur harðráði veitti Islendingum, þegar hallæri var á
Islandi (Hkr. Har. harðr. 36. k.), nje heldur á íms ákvæði
í Grágás, sem snerta samband Islendinga við önnur lönd
(t. d. um dánarfje þeirra manna íslenskra, sem andast er-
lendis, Grág. Kb. 125.—126. k., Sthb. 68.—70. k., og um
erfðir útlendra manna, Grág. Kb. 120. k., Sthb. 61. k.
o. fl.), og ekki á viðskifti íslendinga við England um 1200
(ísl. Fornbrs. I 481. bls.).
í 2. kafla ritar dr. J. Þ. um lögskil á íslandi frá 1220
til 1262. Dr. Berlin hafði haldið þvi fram, að fullkomið
stjórnleisi hefði verið á Islandi á næstu árunum áður enn
Islendingar gengu á hönd konungi. Gagnvart þessu tók
jeg það fram í riti mínu »Enn um upphaf konungsvalds«,
að Alþingi virtisthafa verið haldið reglulega á hverju ári
alt fram að 1262, að jeg hefði rannsakað þetta atriði sjer-