Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 28
220
Tsland gagnvart öðrum rikjum.1
staklega um 25 síðustu ár þjóðveldisins, 1238—1262, og
fundið þess getið um hvert einasta af þessum árum, að
Alþingi hafl verið haldið, nema um árin 1245, 1247, 1256,
1258 og 1261, enn engin ástæða sje til að efast um, að
Alþingi hafi verið haldið þessi 5 árin líka, þó að sögurnar
geti þess ekki, og varla muni nokkurt annað 25 ára tíma-
bil í sögu landsins vera fjölskrúðugra í þessu efni enn ár-
in 1238—1262. Dr. J. Þ. tekur til rannsóknar nokkuð
lengra tímabil enn jeg (árin 1221—1262), enn að öðru leiti
notar hann röksemdaleiðslu mína, alveg
óbreitta að efninu til, enn getur ekki um,
að hann hafi hana frá mjer. Hver sem ekki
trúir, að þetta sje rjett, haun lesi Andvaragrein þeirra drs.
J. Þ. 68.—69. bls. og beri hana saman við nefnt rit mitt
20.—21. bls. T. d. ber okkur alveg saman um, hver þau
fimm ár eru, er ekki er getið um Alþingi. Munurinn er
að eins sá, að jeg segi það á hálfri blaðsíðu, sem dr. J. Þ.
eiðir til — 20 blaðsíðum! Það er hreinasta furða, hvað
hann getur látið sjer verða mikið úr litlu efni. Hann tínir
upp úr heimildarritunum alla vitnisburði um alþingishald
á þessum tíma, prentar þá upp orðrjett og raðar þeim eftir
árum, alveg eins og hann væri að gefa út Fornbrjefasafnið!
Við þessar málalengingar hækka auðvitað ritlaunin, enn
ekki tekst höf. með þeim að breiða ifir það, að hann hjer
skreitir sig með annara fjöðrum, að því er snertir rök-
semdaleiðsluna í heild sinni.
Allur hinn síðari hluti ritgjörðarinnar (3.—7. kafli) er
eftir Einar Arnórsson, og ber hann af »skrifi« dr. J. Þ. eins
og gull af eiri, þó að mart megi að finna. Herra E. A.
fillir ekki rit sitt með ómeltum útdráttum úr heimildar
ritunum, heldur reinir hann að gera sjer ljóst, hvað í þeim
stendur, og leiðir af því áliktanir sínar, og leitast við að
rökstiðja þær. Stundum tekst honum þetta sæmilega, enn
stundum detta í hann óskiljanlegar meinlokur, einkum þeg-
ar hann er að bera sig að verja vanhugsaðar staðhæfing-
ar, er hann hafði haldið fram í »Ríkisrjettindum«. í 3.
kafla skírir hann frá skoðunum manna á sambandi Noregs