Skírnir - 01.08.1910, Page 31
,Island gagnvart öðrura ríkjnm.1
223:
ákvæði, að erfðir skuli uppgefast firir íslendingum í Nor-
egi, hversu lengi sem staðið hafa, og geti það ekki vel
verið ingra enn Jónsbók, því að eftir Jónsbók Kvg. 18 falli
erfðir íslendinga í Noregi undir konung, ef þær eru ekki
hirtar innan 10 ára. Eftir þessu hafa þá Islendingar sam-
þikt tvo »sáttmála« sama árið, lögbókina og þennan »sátt-
mála«, hvorn öðrum ósamhljóða að efni til! Höf. gætir
þess ekki, að skjalið skírirsjálft, hvernig á þ ví
stendur, að það tekur hjer upp lagaákvæði, sem var eldra
en Jónsbók, þar sem það íirst talar um »þau heit, sem í
móti skattinum var játað« og síðan tekurupp með nokkr-
um viðaukum alt aðalefni hins rjetta Gamla
Sáttmála (1262), þar á meðal ákvæðið um
erfðirnar. Það er rjett, að þetta ákvæði er eldra enn
Jónsbók, enn að segja, að skjal, sem vitnar í þetta gamla
ákvæði, hljóti firir það að vera eldra enn Jónsbók, það er
jafnfjarstætt, eins og ef einhver vildi álikta sem svor
Bókin sRíkisrjettindi Islands« vitnar í Gamla Sáttmála,
því hlítur hún að vera skrifuð, áður enn Jónsbók var lög-
tekin. Höf. verður og að slá svörtu striki iíir þau orð i
þessum svo kallaða »sáttmála«, þar sem landsmenn »bjóða
virðulegum herra Hákoni konungi hinumkór-
ónaða« þjónustu sína, því að árið 1281 var Eiríkur
konungur ifir Noregs veldi. Ef þessi orð skjalsins eru ó-
merk og að engu hafandi, þá má eins strika út eða breita
hverju öðru sem í því stendur, og hvaða mark er þá á
því takandi? Annars heldur höf. því fram, að ákvæðið
um, að erfðir skuli uppgefast, hversu lengi sem staðið
hafa, sje eldra enn hinn rjetti Gamli Sáttmáli (1262), og
ber firir því Staðarhólsbók 88. bls. (»enda er nú heimt-
ing til fjárins hvégi lengi sem þat liggr«) og 96. bls. (»en
féit liggr sér n ú aldrigi«). Hann gætir þess ekki, að
Staðarhólsbók er skrifuð hjer um bil 10 árum eftir Gamla
Sáttmála, og að allar líkur eru til, að hún hafi einmitt
tekið þetta ákvæði eftir honum. Orðið nú á báð-
um stöðunum bendir bersínilega til þess tíma, þegar skinn-
bókin er rituð. Annars greinir höf. nokkurn veginn rjett