Skírnir - 01.08.1910, Page 32
-224
jsland gagnvart öðrum rikjum“.
efnið í Gamla Sáttmála, nema hvað hann sleppir úr hon-
um loforði konungs »að halda friði ifir landsmönnum«.
7. kaíli er um »samband Islands og Noregs«. Sumt
er þar rjett athugað, enn sumt er ritað af meira kappi,
enn góðu hófi gegnir, og líkist fremur málaflutningsskjali
enn vísindariti. Kemur þetta stundum fram ósjálfrátt í
rithættinum (sbr. »halda því fast fram« á 148. bls.).
Hjer eru margar staðhæfingar injög vafasamar og sumar
beinlínis rangar, og irði það of langt mál að eltast við
það alt saman. Hjer skal að eins drepið á fáein merki-
leg atriði.
I riti mínu ,Enn um upphaf konungsvalds' 69. bls.
standa þessi orð: »Alstaðar, þar sem Jónsbók talar um
bestu (skinsömustu, góða, vitra) menn við hlið kon-
ungs, sem hann skuli leita ráða hjá, hefur hún ber-
sínilega þessi orð í norskri merkingu, um konungs-
ráðið«. Höf. heldur því fram, að hjer sje ekki i lög-
bókinni átt við hið vanalega ráðaneiti konungs, heldur
við bestu (skinsömustu, góða, vitra) menn íslenska. Þetta
gæti verið rjett, ef sannað irði, að konungur hafi altaf
iiaft sjer við hönd islenska menn til ráðaneitis um islensk
mál. Enn firir því eru engar heimildir, og höf. reinir
ekki einu sinni til að sanna það. Það er og í beinni mót-
sögn við það, sem höf. játar sjálfur á 149. bls., að kon-
ungur »hafði frjálsar hendur að lögum í því, til hverra
hann vildi leita raða um stjórnarathafnir sínar.« Hann
gat leitað ráða til Islendinga, ef þeirra var kostur við
hirðina, enn að sjálfsögðu hefur hann oftast leitað ráða
til þeirra manna, sem hann var vanur að ráðfæra sig við,
til konungsráðsins, enn í því sátu að öllum jafnaði tómir
Norðmenn, þó að það gæti komið firir, að í þeim hóp væri
einn eða tveir Islendingar. Árna biskups saga bendir og
til, að í framkvæmdinni hafi vanalega einn maður í kon-
ungsráðinu verið skipaður ifir íslandsmálin konungi til
ráðaneitis, t. d. Álfur jarl árið 1286 (Bisk. I 756) og Auð-
un hestakorn árið 1289 (Bisk. I 777), báðir Norðmenn
(sbr. ,Um upphaf kv.‘ 67. bls. nm.). Hjer kennir því öfga