Skírnir - 01.08.1910, Side 33
Islaud gagnvart öörum ríkjum“.
225
hjá höf. Einstöku sinnum má þó sjá, að konungur leit-
aði ráða bæði hjá konungsráðinu og bestu mönnum ís-
lenskum. í rjettarb. 14. júní 1314 segist Hákon konung-
ur hafa hugsað efni rjettarbótarinnar »með beztu manna
ráði ok bænarstað þeirra vitrustu manna héðan af land-
inu.« Jeg hef altaf verið og er enn á þeirri skoðun, að
hjer tákni orðið »beztu menn« í munni konungs ríkisráðið,
eins og vant er, enn »vitrustu menn héðan af landinu« sje
íslendingar. Það er ekki i neinni mótsögn við þetta, þó
að jeg segi i ,Upph. kv.‘ á 64. bls., að konungur »segist
hafa ráðfært sig við bestu menn á Islandi um efni rjeÞar-
bótarinnar«, þvi að orð hennar »(með) bænarstað þeirra
vitrustu manna hér a landi« tákna að efninu til svo
að kalla hið sama og »ráðfært sig við bestu menn af Is-
landi« hjá mjer, og til þeirra orða einna vísa jeg á
nefndum stað. Annars er mart fróðlegt í því, sem höf.
ritar um afskifti ríkisráðsins af Islandsmálum á síðari
tímum. Enn af því verður sú ein áliktun leidd, að ráðið
hafi mjög oft látið íslensk mál tii sín taka og að Islend-
ingar hafi sjálfir bæði beinlínis og óbeinlínis viðurkent rjett
þess í því efni. Merkilegt er, að höf. gengur í þessu efni
þegjandi fram hjá Alþingissamþiktinni frá 1306, þar sem
Alþingi biður »virðulegan herra Hákon konung og alla
aðra dugandis menn« — það er auðvitað í þessu sam-
bandi ríkisráðið — »að þeir þröngvi oss eigi framar
en iög votta til meiri álaga«, og óskar að Alþingissam-
þiktin verði »konunginum í Noregi og öllu hans rjettu
ráðuneiti til vegs og virðingar, enn oss til friðar og
frelsis«. Hjer er konungurinn og ráðið sett í mótsetning
við Islendinga (»oss«), og það af Alþingi sjálfu.
Furðu djarft finst mjer það vera af höf. að neita því
þvert ofan í handritin, að Konungserfðir hafi frá upphafi
staðið í Járnsíðu, Kristinrjetti Árna biskups og Jónsbók,
einkum þar sem sögulegar líkur stiðja vitnisburð handrit-
anna. Vjer vitum af Hákonar sögu, hve ant þeim feðg-
um Hákoni gamla og Magnúsi var um, að enginn skuggi
15