Skírnir - 01.08.1910, Síða 34
226
,ísland gagnvart öðrurn ríkjum“.
fjelli á erfðarjett þeirra til konungsdómsins, og má þá
geta nærri, hvort Magnús konungur hafi ekki látið taka
Konungserfðalögin i lögbækur þær, sem hann ljet semja
handa Islandi. Þó að sumt í Konungserfðum Járnsíðu eigi
að eins við norska, enn ekki íslenska, staðháttu, þá sínir
það að eins það, sem vjer vissum áður, að lögin eru upp-
haflega (1260) sett með Noreg tirir augum, enn síðan tekin
óbreitt inn í Járnsíðu. Að þvi er Jónsbók snertir, þá vitnar
nefndarmannasamþiktin frá 1302 í »eiðstaf, sem stendur í
bók vorri«, og á þar við Bóndaeið, sem stendur í Kon-
ungserfðum Jónsbókar, og verður að skoða þetta sem
vitnisburð um, að nefndarmennirnir hafi talið Konungs-
erfðirnar einn þátt Jónsbókar. Alt sem höf. ritar um
þetta á 160.-—161. bls. eru eintómar hártoganir. Hann
fer svo langt að segja, að þessi vitnisburður nefndar-
mannanna sanni ekki meira enn það, »að þeir hafl 1302
verið búnir að skrifa eiðstaf þann, sem þeir hiltu kon-
ung eftir, inn í Jónsbókarbandrit sin«! Og þennan eið,
sem þeir skrifa inn í lögbækur sinar, segir hann að
umboðsmenn konungs hafl »auðvitað« stafað þeim. Heldur
hann þá að allir nefndarmenn, 84 talsins, hafi haft með sjer
hver sitt Jónsbókarhandrit til Alþingis árið 1302? Hinu
gengur höf. þegjandi fram hjá, sem jeg hef sínt (»Enn um
upphaf kv.« 39. bls. nm.), að Alþingissamþiktin frá 1300
vitnar einnig í »grein laganna«, sem stendur í Konungs-
erfðum. Satt er það, að Skálholtsbók hefur ekki Konungs-
erfðakaflann í rjettri röð, enn hún hefur hann þó, og
meira að segja vísar til hans í ifirskrift, sem stend-
ur í handritinu, þar sem Kristindómsbálkur hefst (»Hér
hefr kristins dóms bálk með konunga erfðatali«.
Jónsbók 0. H. bls. 17), og vitnar handritið sjálft þar á
móti sinni eigin röð, að þvi er þennan kafla snertir. I
ritinu »Enn um upph. kv.« á 55.—56. bls. hef jeg sínt,
hvernig á því stendur, að Árni biskup árið 1275 tók í
Kristinrjett sinn Konungserfðir Járnsíðu, eða, sem er
sama, Konungserfðalögin frá 1260, enn ekki hinar níju
konungserfðir frá 127 3, sem biskup þó hlaut að