Skírnir - 01.08.1910, Page 35
,ísland gagnvart öðrum ríkjnm“.
227
þekkja. Það hlítur að stafa af því, að gömlu konungs-
erfðirnai' höfðu lagagildi áfram, þangað til Alþingi hafði
lagt samþikki sitt á hin níju Konungserfðalög, enn það
var ekki gert fir enn 1281, er þau vóru samþikt með
Jónsbók, og sjest á þessu að Alþingi hafði samþiktarat-
kvæði um Konungserfðir. Herra E. A. gengur þegjandi
fram hjá þessu, enn segir, að það að Arni biskup þekti
Konungserfðirnar 1273 og vinátta hans við Magnús kon-
ung sje »full sönnun«(!!) firir því, að Konungserfðirnar
frá 1260 hafi ekki staðið í Kristinrjetti Árna frá upphafi;
þetta fullirðír hann þvert ofan í vitnisburð bestu handrita
(156. bls.).
Gagnvart því, sem höf. segir um hermál og utanríkis-
mál, leifi jeg mjer að vísa til þess, sem jeg hef sagt um
sama efni í ritinu »Enn um upphaf kv.« 49.—52. bls. Höf.
játar, að konungur hafi gert samninga við önnur ríki um
mál, sem Isiai d skifta, enn leggur hins vegar helst til
mikið upp úr Alþingissamþiktinni frá 1527 »um kaupskap
útlenskra«, og það er í raeira lagi litað, er hann álikt.. r
af henni á 184. bls., að «íslendingar hafi talið sig hafa
heimild til að gera samninga við önnur ríki um utanríkis-
mál«, og hefur þó á næstu bls. á undan kveðið niður þá
fjarstæðu drs. J. Þ., að Alþingissamþikt þessi sje samn-
ingur milli Alþingis og »Hamborgarríkis« (!). Sann-
leikurinn er sá, að samþiktin er gerð firir »auðmjúkan« bæna-
stað einstakra útlendra kaupmanna frá Hamborg og Brim-
um og frá Englandi, og að Þjóðverjarnir lofa að útvega brjef
frá Hamborgarráði, að gjörningurinn skuli haldast. Hamborg
kemur als ekki fram í skjalinu sem annar samningsaðili,
og engin sönnun er til firir því, að Hamborgarráðið hafi
nokkurn tíma komið þar nærri, eins og höf. játar sjálfur.
Hinu gengur höf. þegjandi fram hjá, að einn af þeim mönn-
um, sem setja og samþikkja þennan gjörning með Alþingi
er sjálfur hirðstjórinn, Jóhann Pjetursson (Isl. Forn-
brjefas. IX 415. og 416. bls.), enn hirðstjórinn var, eins og
höf. segir sjálfur á 182. bls. »aðalumboðsmaður kon-
ungs« og »gat því til bráðabirgða haft vald til að veita
15*