Skírnir - 01.08.1910, Page 37
Agrip af sögu holdsveikinnar á íslandi.
Eftir Sœmund Bjarnhjeðinsson.
NiBarl.
Um þessar mundir var skipaður fyrsti lœknir hér á
landi og landlœknisembœttið stofnað 1760. Sá maður,
sem þannig varð nokkurs konar faðir hinnar íslensku lækna-
stéttar, var Bjarni Pálsson.
Bjarni landlæknir hafði haft gott tækifæri á ferðalögum
sínum meðEggert(1751—57)til að kynnast holdsveikinni hér
á landi og útbreiðslu hennar. Samkvæmt erindisbréfi sínu
átti hann að skoða einn spítala áári — »á eigin kostnað*.
Hann hafði fullan hug á því að bæta spítalana og vinna
að útrýmingu holdsveikinnar. Arangurinn af þessum til-
raunum hans urðu að vísu ekki miklar, án þess hann þó
verði sakaður utn það.
Það eru til tvær skoðunargjörðir eftir Bjarna, sendar
Magnúsi amtmanni Gíslasyni, önnur frá Kaldaðarnesspítala
í des. 1760 (dags. 10/2 1761), hin um Hallbjarnareyrar-
spítala 1763.28)
Þá voru fimm menn á hvorum spítala, og er þar fyrst
stutt skýrsla um sjúklingana og heilbrigðisástand þeirra,
en ófullkomin, enda var skýrslan ætluð algjörlega ólækn-
isfróðum mönnutn.
Hann bendir á þá sjúklinga, sem vert sé að gjöra
lœkningatilraunir við, í von um bata, og vill láta flytja þá
heim til sín gegn venjulegu spítalameðlagi. Fyrir lækn-
ingatilraunirnar og meðöl var honum ætlaður í erindis-
bréfinu hálfur forlagseyrir, ef sjúklingnum batnaði, annars
ekkert. Líklega heflr hann eigi grætt mikið á því. Bæði