Skírnir - 01.08.1910, Síða 38
230
Holdsveikissaga.
Finnur biskup og hann geta þess seinna, að árangurinn sé
ekki mikill.
Um fœðið skrifar hann allmikið. Vill hann að sjúkl-
ingar fái garðmeti að minsta kosti tvisvar í viku, og því
vildi hann fyrirskipa að komið yrði upp kálgnrði og kar-
töflurækt á spítalajörðunum. Sjúklingar væru margir mat-
menn og vildu líklega fá staðbetra fæði en kálmeti er.
Því væri gott að hafa kartöflur handa þeim með. Þær
væru bæði saðsamar og eins mætti búa til marga rétti úr
þeim.
Islenskar jurtir vildi hann og brúka til fæðu, svo
sem fjallagrös, sicarfakdl, hrafnáklukkur, heimulublöð (þ. e.
njólablöð), Ólafssúrur o. s. frv. Þá ræður hann frá að
gefa súran mat, maltan eða úldinn, en kornmat í brauði
og grautum með mjólk, Sjúklingum var vigtað út, en það
vildi ekki Bjarni að yrði gjört eftirleiðis. Ef matarhæf-
inu yrði breytt þannig, hafði hann von um að ýmsum
mundi batna, sumum albatna, og mundu holdsveikir í sveit-
unum þá einnig taka upp svipað matarhæfl.
Að Bjarni Pálsson lagði svoríka áherslu á jurtafæðu, sér-
staklega grænmeti, er auðskilið, af því hann, eins og aðrir,
taldi holdsveikina nokkurs konar skyrbjúg, þriðju tegund
hans.
Að endingu biður hann um skýrslu frá umsjónarmönn-
um um það, hverir séu hospítalshaldarar og með hvaða
kjörum, um tölu sjúklinga á spítölunum, aldur og kring-
stæður þeirra; ennfremur um eignir spítalanna og tekj-
ur. Loks segir liann að það sé almenningstrú, »að fessi
skœði sjúkdómur meir táki hér nú yfirhönd en fyrrum og
sjálfur veit eg ekki, hvað margir þvílíkir koma d minn fund
sér hjálpar að leita«.
Þeim þótti hann sumum margspurull, höfðingjunum,
einkum þar norðanlands og Finni biskupi, en a,mtmaður
snerist vel við tillögum Bjarna um breytingar á matarhæf-
inu. Lætur hann sýslumann flytja þá sjúklinga fráKald-
aðarnesi, sem landlæknir taldi læknandi, til hans, og skipar
að láta spítalaráðsmenn búa til kálgarða Kaldaðarnesráðs-