Skírnir - 01.08.1910, Síða 39
Holdsveikissaga.
231
maður þekki garðrækt frá Klausturhólum, því þar vaxi
grænkál og jarðepli. Fjallagrös sé auðvelt að ná í, en
skarfakáli verði að sá. Sjúklingar séu fíknir í súrt
skyr, súrt smjör, maltan fisk og úldinn, en nú verði þeir
eftir uppástungu landlæknis að fá fjallagrös og mjölgraut
fyrir fisk, verst sé með drykkinn o: súran drukk (16/s
1761). I bréfi til Bjarna nokkru seinna87) segir hann: »Eg
bífell i öllu míns Herra Land-Physici Observationer í
hans Visitatiu Hospitalanna, en defendera Drickens Ind-
retning. Vatnið óblandað álítst Sclavanna«. Spyr svo hvort
eigi megi búa til drykk handa sjúklingunum úr fjallagrös-
um eða jurtum. Ennfremur stingur hann upp á »að setja
baðker«, en segir það varla hægt vegna eldiviðarleysis.
Mór sé þar i jörðu, en jarðnafar vanti til að finna hann.
Skömmu eftir heimkomu sína leggur Bjarni landlækn-
ir til í bréfi til læknadeildar háskólans, að öllum spítölun-
um, fjórum, verði steypt saman í einn holdsveikisspítala,
Generalhospital (16/10 1761). Að leggja norðlensku spít-
alana niður, eins og þeir Norðlendinga höfðingjarnir vildu,
var hann gjörsamlega mótfallinn vegna áframhaldandi út-
breiðslu holdsveikinnar. Út af því segir hann í bréfi til
amtmanns. « . . . . annullatio þeirra (spitalanna) er mér
viðbjóðsleg; status prœsens óþolandi; Combinatio þeirra til
Generalhospitals örðug að stifta, en liynni hafa stcersta Nytte«
(*/io 1763).
Svo er að skilja sem amtmaður hafi verið hug-
myndinni hlyntur, en þótt málið illa undirbúið, og eins var
t. a. m. um Skúla landfógeta. Skrifar hann Bjarna, að
»hugmyndin hafi höfuð og hala en vanti innýflin«: nægar
skýrslur um tekju spítalanna o. fl.27)
Af umsjónarmönnunum sunnanlands var Finnur bisk-
up þessu mjög mótfállinn, en lögmaður Björn Markússon
heldur hlyntur í sjálfu sér, en segir það þó ómögulegt
vegna fjárpestarinnar og efnahnekkis þess, sem hún baki.
En heimta mundi hann, að spítalinn œtti sjálfur alt sitt bú
og launaði sjálfur ráðsmann og þjónustufólk (l6/3 1766)27).
Aðalmótmælin gegn þessari tillögu Bjarna Pálssonar