Skírnir - 01.08.1910, Síða 40
232
Holdsveikissaga.
var fátækt spítalanna og samgönguskortur milli ýmsra
landshluta. Sögðu menn — líklega með réttu — að
sjúklingar gætu ekki komist í þenna tilætlaða spítala nema
úr nærsýslunum.
Eftir tillögu landlæknis skipaði konungur sex manna
nefnd í málið 1766, þrjá veraldlegrar stéttar menn og þrjá
andlegrar. Um starf þessarar nefndar er mér ekki annað
kunnugt en það, sem Jón landlœknir Sveinsson segir í til-
lögum sínum í spítalamálinu (V8 1791), að hún hafi Tcomið
saman á Eyrarbakka, en nefndarmenn ekki orðið ásáttir og
hafi enginn árangur orðið af starfi þeirra,28)
Þannig fórst þessi tilraun fyrir, að stofna einn spítala
fyrir holdsveika í stað gömlu spítalanna.
Tillaga Jóns Sveinssonar (landlæknis 1780—1803)
var sú, að spltalarnir í Káldaðarnesi og á Hörgslandi
og svo Gufunesspítali, sem ekki var ætlaður holdsveik-
um, vœri lagðir niður, en að einn spítali yrði bygður í
þeirra stað á landlœknissetrinu Nesi handa 16 »limum«,
og séu fimm þeirra holdsveikir, ungir menn, sem von sé
til að lœknist.
Ekki tókst betur með þessa tillögu en hina fyrri um
einn holdsveikraspítala í landinu. Það þótti með öllu ó-
leyfilegt að nema spítalana úr gildi, af því að þeir væru
stofnaðir með gjöfum til uppeldis og einangrunar holds-
veikum, en annars ekki.
Þetta var í fyrsta skifti að tillaga kom fram um að
hafa holdsveika sjúklinga og aðra í einum spítala.
Jón Thorstensen (landl. 1820—1855) var þessari hug-
mynd mjög hlyntur, vildi láta stofna einn spítala fyrir
hvoratveggja, holdsveika og aðra sjúklinga, en vildi láta
nema alla gömlu spítalana úr gildi4). Þó var hann seinna
því móthverfur, þegar alvara varð úr.
A síðustu áratugum 18. aldarinnar og á 19. öldinni
batnaði fjárhagur spítalanna talsvert vegna betri stjórnar
og eftirlits með innheimtu á gjöldum þeirra.
Samkvæmt erindisbréfi Bjarna Pálssonar var land-
læknum falið að skoða einn spitala á' ári. Þeir ræktu