Skírnir - 01.08.1910, Side 42
234
Holdsveikissaga.
fiska og rói heldur tvisvar á dag. 2) Þegar góður afli
sé, fari þeir heim, þegar fimm fiskar séu komnir í hlut
og rói svo ef til vill aftur sama dag. 3) Velji menn úr
minstu og mögrustu fiskana handa spítölunum. 4) Hospí-
talshlutirnir (merktir H) séu látnir vera í vanhirðu og
verði því enn verri verzlunarvara, sem seljist seint og
illa, og þá verði loks að draga frá háa »pakkhús«leigu28).
Jón Ejaltalín ber þeim ekki glæsilegri sögu vegna
sóðaskapar og annars. Bjarni var sá eini af landlækn-
unum, sem heldur vildi halda þeim, þótt vondir væru,
vegna þess, að hann óttaðist útbreiðslu veikinnar, en þótti
auðvitað, eins og getið hefir verið um, brýnasta nauðsyn
að bæta þá, eða helst að byggja eitt gott »hospítal« handa
holdsveikum. Hinir höfðu enga trú á nytsemi þeirra,
eins og þeir voru, og töldu enga þörf á svona löguðum
einangrunarstofnunum. Gamla kenningin um sóttnæmi
veikinnar var að hverfa, en arfgengiskenningin að ryðja
sér til rúms.
Þegar svo Hjaltalín, þessari kenningu til staðfesting-
ar. segir, að þeir 128 holdsveiklingar, sem hafi verið taldir
1838, hafi állir verið komnir af holdsveikum foreldrum, má
geta nærri, að alþýða manna- hefir ekki þóst þurfa fram-
ar vitnanna við. En nú vill svo vel til að skýrsla þessi,
sem Hjaltalín vitnar til, er til enn þá hér í Landsskjala-
safninu. I henni eru að vísu ekki nema 83 sjúklingar,
en einir níu af þeim áttu holdsveika foreldra, foreldrar
fimtíu og fjögra voru ekki holdsveikir og um tuttugu
er ekki talað. Hjaltalín, sem annars var gáfumaður og
víðlesinn, hætti stundum við að vera nokkuð óprúttinn og
fljótfær í röksemdum sínum og ályktunum.
Þegar svo ofan á alt þetta bættist, að spítalarnir áttu
allmiklar eignir, þá orðið, en peninga var þörf til þess
að bæta úr læknafæðinni í landinu, þá var varla von,
að stjórnmálamenn landsins stiltu sig lengur. 1847 var
því samþykt af alþingi áskorun til konungs um að afnema
þá, og var það gjört með auglýsingu dómsmálastjórnar-