Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 44
236
Holdsveikissaga.
usum aðallega. Þeir hlutu því fremur öðrum að breiða
sjúkdóminn út meðal almennings. Þó voru engin ákvœði
hvorki fyr né síðar, er neyddu slíka sjúklinga að fara í
spítalana, eins og alsiða var erlendis, og þess vegna gekk
baráttan gegn sjúkdómnum miklu ver en þar. Samt eru
líkindi til að sveitirnar haíi stundum sent holdsveika
ómaga þangað, hvort sem þeim var það leitt eða ljúft.
Umsóknir um spitalavistina varð að senda umsjónar-
mönnum, biskupum eða lögmönnum, og var ráðsmönnum
harðlega bannað að taka nokkurn sjúkling án þeirra
leyfis. Sóknarprestarnir og einhverir aðrir dánumenn, venju-
lega hreppstjórar, urðu að senda vottorð um kristilegt fram-
ferði sjúklinganna og að þeir verðskulduðu að komast, í
spítalana sem »kongsins sannir ölmusumenn«, þ. e. fátæk-
ir, frænpla- og vinalausir holdsveiklingar. Stundum kom-
ust þangað sjúklingar holdsveikir, sem áttu efnaða að, er
lögum samkvæmt áttu að veita þeim uppeldi sitt, en þá
varð að leggja spítölunum með þeim árlega fult meðlag,
sem frá 1746, að minsta kosti, var 5 hndr. á landsvísu
fyrir karlmann, en 4 hndr. með kvenmanni. En með fá-
tæklingum áttu sveitirnar að horga fyrirfram forlagseyri
3 V2 eða 2 ‘/2 hndr. eftir því, hvort sjúklingurinn var karl
eða kona, auðvitað í góðum og gjaldgengum landaurum.
En það vildi stundum verða misbrestur á því, eins og
þegar Hornfirðingar sendu síra Einari Hálfdánssyni í for-
lagseyri: »2 hesta, kistukorn, járnpott, ein hárreipi núin,
eitt ólarreipi, eitt hárreipi, birkiklyfbera, lítilfjörlegt og fá-
nýtt reiðingskorn«. A 17. öldinni var og oft heimtað af
sveitunumþjónustukaup með sjúklingunum að réttu hlutfalli.
Þegar leyfið var fengið, voru sjúklingarnir fluttir í
spítalana án allrar þeirrar viðhafnar sem tíðkaðist í er-
lendum holdsveiki’aspítölum á miðöldunum.
I stórum erlendum holdsveikraspítölum var sumstað-
ar allfjörugt félagslíf meðal sjúklinganna og þeim veitt
hlutdeild í stjórn spítalanna að ýmsu leyti. Um slíkt var
ekki hér að ræða. Spítalarnir voru of litlir til þess.
Sjúklingunum var ætlað að vinna, þegar heilsan