Skírnir - 01.08.1910, Page 45
Holdsveikissaga.
237
leyfði, og samkvæmt tilskipuninni frá 1746 fengu þeir
sjálfir arðinn af vinnu sinni.
Fæði hefir verið líkt og á fátækum bændaheimilum,
en mismunandi nokkuð eftir samviskusemi ráðsmanna og
efnahag. Stundum varð svo þröngt í búi, að biskupar
urðu að selja spítölunum vistir.
Á sumum spitölunum voru stór kúabú, t. a. m. á
Hörgslandi. í úttekt þaðan frá 1733 eru nefnd tvö fjós
fyrir 24 nautgripi alls. Það var ætlast til að sjúklingarn-
ir fengju næga mjólk, þótt stundum yrði misbrestur á því.
Tilskipunin frá 1746 vill koma í veg fyrir hann með því
ákvæði, að síður skuli taka ráðsmann með mörgum börn-
um, sem drekki upp mjólkina frá hinum holdsveiku.
Ekki þótti Bjarna landlækni spítalafæðið holt. Vildi
hann láta banna að gefa sjúklingum súrmeti, úldinn og malt-
an fisk, eins og tíðkist, heldur láta þá fá kálmeti, kartöflur
og islenskar œtijurtir. Sjúklingar mótmæltu harðlega
þeirri breytingu, en hafa þó líklega smám saman sætt sig
við þetta. Að minsta kosti verða menn þess varir þegar
kemur fram yfir 1800, að sumstaðar fengu þeir njóla og
hvannir. Sveinn Pálsson, sem skoðaði Hörgslandsspítala
1810, segir að ráðsmaður hafi ræktað »hvanngarð í þeim
víðlenda húsagarði«. Njólar voru þar þriggja álna og
hvannir tæpra tveggja álna á hæð. Notaði hann hvort-
tveggja handa fólki sínu og nágrönnum.
Bjarni Pálsson vildi láta skipa fyrir um ákveðnar
matarskrár. Var að vísu tekið vel í það, en fórst þó fyr-
ir. Ekki var heldur hætt við »útvigtina« gömlu handa
sjúklingunum.
Kvartanir frá sjúklingum komu tiltölulega sjaldan
fram opinberlega, en það bar þó við. Aftur á móti kvarta
ráðsmenn ósjaldan yfir vanþakklæti þeirra og þrjósku.
Heimilt var að reka sjúklinga í burtu, ef þeir höguðu
sér illa og voru óhlýðnir. Þó var sjaldan gjörð alvara
af því. Eg hef eitthvað þrisvar sinnum í sögu gömlu
spítalanna orðið var við slíkt. í eitt skiftið voru það
tveir holdsveiklingar í Kaldaðarnesi, karl og kona, sem