Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 48
240
Holdsveikissaga.
ar lögm. Björnssonar á Haugshúsaspítala, og ekki var Magn-
ús lögmaður Olafsson á Meðalfelli ánægður með spítala-
hlutaráðsmensku Skúla Magnússonar.27)
Afarerfitt er að svara því, hvort holdsveikraspltalarnir
hafi náð tilgangi sínum, að stemma stigu fyrir útbreiðslu
veikinnar, eins ófullkomnir og þeir voru, og jafnfáa sjúkl-
inga sem þeir gátu tekið. Liklegast er að óbein-
línis hafi þeir haft einna mesta þýðingu. Umtalið um þá,
hin óvinsælu gjöld til þeirra, umsóknirnar um spítalavist
sjúklinganna og flutningur þeirra þangað hefir haldið
málinu vakandi og haldið við óbeit manna á holdsveik-
inni, hvort sem það hefir nú verið vegna sóttnæmishætt-
•unnar eða vegna þess, hve sá sjúkdómur afskræmir fólk.
Menn tóku snemma eftir því hér á landi, að holds-
veikin kom oft fyrir í vissum œttum, en þá var trúin á
sóttnæmi hennar enn þá nógu sterk. Þegar hún fór að
dofna og erfðakenningin náði meiri rótfestu, þá var farið
að gjöra ráðstafanir til þess, að teppa útbreiðslu sjúk-
■dómsins i œttunum, með því að banna prestum að gefa nokk-
urn þann saman í hjónaband, karl eða konu, sem þeir
■dlitu að vœru holdsveikir, nema það sannaðist með vottorði
frá lœkni að svo væri eigi. Seinna voru þessi ákvæði
hert með því að banna þeim að giftast, sem dttu holds-
veik foreldri eða holdsveika ættíngja. (Reskr. 28/3 1 7 76, 7/12
1827 og % 1748).
Útbreiðsla holdsveikinnar.
Þess hefir þegar verið getið, að sjúkdómurinn var
mjög útbreiddur á 16. og 17. öldinni. Á það benda marg-
ítrekaðar tilraunir landsmanna til að fá spítala stofnaða og
svo loks stofnun þeirra um miðja 17. öldina. Ennfremur
er í annálum getið um ýmsa nafngreinda menn í heldri
manna röð, sem voru holdsveikir, og því full líkindi til
að sjúkdómurinn hafi verið mjög útbreiddur meðal alþýðu.
Jón Gíslason frá Mógilsá, sem var læknir í Noregi,
skrifar um holdsveikina þar í landi, seint á 18. öldinni.
Talar hann um hræðslu Norðurlandabúa við holdsveikina,