Skírnir - 01.08.1910, Síða 49
Holdsveikissaga.
241
•og að þeir hafi eigi þorað annað en að ákalla drottinn,
þegar þeir nefndu hana, eins og hið alkunna orðtæki Is-
lendinga sýni: »Hann er spitelskur. (luð sé oss næst-
ur«. Því miður eru engar skýrslur til um tölu holds-
veiklinga hér fyr en á síðari hluta 18. aldar.29)
Stórabóla (1707) hefir vafalaust fækkað þeim mikið,
en alls ekJci eytt veikinni, eins og bréf Jóns Vídalíns til
Gfyldenlöves 7 árum siðar hendir á. Hefir verið minst á
það áður. Auk þess má og sjá það á öðrum bréfum bisk-
ups og spítalareikningum.
Svo hefir sjúkdómurinn farið vaxandi, líklega fram
um 1780.
Jón Pétursson3U) læknir segir (1769) að frá 1746 til
1763 haíi 23 verið holdsveikir í Borgarfjarðarsýslu, og 1761
—69 meðal annarra þrír prestar í Hólabiskupsdæmi
og loks að 1768 hafi 280 alls í landinu haft, holdsveiki.
Þetta heíir hann eftir »einum vini sínum«. Maður giskar
helst á Bjarna Pálsson landlækni, því þeir skrifuðust á
•um holdsveikina, einmitt þegar Jón var að semja ritgjörð
sína, og Bjarni fekk handritið til yfirlesturs.
Mannfjöldinn á landinu var þá 45—46 þúsund alls.
Hefðu 6 menn af hverju þúsundi þvi átt að vera holdsveik-
ir og er það af'arhá tala, en líklega ekki of há.
Á árunum 1779—85 voru mestu harðindi hér á landi
af eldgosum og ýmsum hremmingum, sem dundu yfir.
Fólkið dó úr hungri unnvörpum og af ýmsum hungur-
sjúkdómum, t. a. m. 2035 í Hólastifti árið 1784 af 2477,
sem var dauðratalan samtals. Það ár er sagt, að 13
holdsveikir hafi dáið þar. 33j
Hannes Finnsson3i) segir mjög fáa holdsveika á Ufi
1785, en samkvæmt hans eigin skýrslu voru þeir þó 99,
eingöngu í Skálholtsbiskupsdœmi eða 3°/00, hlutfallslega
helmingi færri en 1768.
Biskup kallar þessa tölu holdsveikra mjög lága og
það bendir greinilega í þá átt, að tala Jóns Péturssonar
hafi síst verið of há.
Árið 1786 gekk bólan enn einu sinni og drap fjölda
16