Skírnir - 01.08.1910, Side 50
242
floldsveikissaga.
fólks, holdsveika eigi síður en aðra. Auðvitað hlýtur holds-
veíkin þvl að hafa stórurn rénað á þessum árum.
Ekki verður séð, hve raargir holdsveikir hafi alls ver-
ið hér á landi 1785, en ef gjört væri ráð fyrir, að tiltölu-
lega við fólksfjölda hafi jafnmargir verið veikir í Hóla-
biskupsdæmi, mundi tala þessara sjúklinga naumast hafa
farið fram úr 130, að svo miklu leyti sem menn vissu um
þá. Vafalaust hefir marga vantað í skýrsluna, en ef til
vill eitthvað verið tekið með af öðrum svipuðum sjúk-
dómum.
Liklega hefir farið eins eftir þessa pláguna eins og
hinar fyrri: holdsveikin hefir aukist aftur, þegar fólkinu
fjölgaði.
Jón Hjaltálín segir, að í lok 18. aldar liafi 200 holds-
veikir verið hér á landi (a9/9 1870)31). Árin 1800—1837, að
árinu 1824 undanteknu, dóu samtals 707 holdsveikir, sam-
kvæmt dánarskýrslum presta, en ef skyrbjúgur er talinn
með, voru það 945. Meðaltalan á ári yrði þá í þessi 36
ár 19.6 eða 26-i.3)
Þessar tölur sýna það ljóslega, að sjúkdómurinn var
nokkuð almennur á fyrsta þriðjungi 19. aldar, þótt engar
skýrslur séu til um tölu holdsveiklinganna. Hjaltalín fann
sjúklingatöluna að meðaltali með því að setja varanleika
sjúkdómsins að uppjafnaði 8 ár og margfalda svo þá tölu
með meðal-dánartölunni. Eftirhansreikningi hefðuholdsveik-
irátt að uppjafnaði að vera á þessu tímabili 107 á ári, en
209 ef skyrbjúgssjúklingar hefðu verið taldir með,
en Hjaltalín gerir auðsjáanlega ráð fyrir, að mikill hluti
þeirra hafi í raun og veru verið holdsveikir. Auk þess er
það athugandi við þenna reikning, að sjúkdóms varanleiki
holdsveikra er hafður of stuttur, einkum ef báðar sjúk-
dómstegundir veikinnar væru taldar, og það mundi hækka
sjúklingatöluna.
Mér þykir all-líklegt, að holdsveiklingatala Hjaltalíns
1 lok 18. aldarinnar sé miðuð við þenna útreikning hans
á tímabilinu 1800—1837. Eg veit ekki til, að til séu nein-
ar holdsveikraskýrslur frá 1785—1800, enda minnist Magn-