Skírnir - 01.08.1910, Page 52
244
Holdsveikissaga.
ins, að sjúkdómurinn sé að aukast, en úr því segir hann í
hverri skýrslu, að það dragi úr honum. Þannig voru árið
1872 43 holdsveikir nefndir úr 151 hrepp af 184. Arið
1879 telur hann 50 holdsveika.
1887 eru til skýrslur úr 12 af 19 sýslum og þar eru
taldir 48 holdsveikir og sama tala fékst 1889.
Skoðun Hjaltalins var, að holdsveikin hefði aukist hér
á landi fyrri hluta 19. aldar og fram undir 1860, en síð
an rénað. Vöxturinn var mestur suður með sjó, en þar
var hann og kunnugastur vegna árlegra lækningatilrauna
með holdsveika.
Gallinn við holdsveikisskýrslur síðari hluta aldarinn-
ar var einkum, að það voru stórgloppur í þær, vantaði
athuganir úr heilum sýslum og einstaka prestaköllum úr
þeim sýslum, sem skýrslur komu úr. Auk þess voru það
prestarnir, sem sömdu þær hver í sínu prestakalli. Það
var því ekki að búast við að öll kurl kæmu til grafar,
allir holdsveikir væru taldir.
Annars voru menn þó farnir að trúa því að holds-
veikin væri orðin mjög lítil hér á landi og engin sérleg
hætta á ferðum. En um 1890 eða skömmu á eftir fóru
að heyrast sögur um það í blöðunum, að veikin væri all-
útbreidd í sumum sýslum, t. a. m. Rangárvallasýslu (síra
Ólafur Ólafsson) og hún mundi vera að aukast þar drjúg-
um.
Menn rak þó í rogastanz, þegar það varð heyrum
kunnugt eftir rannsóknir Ehlers (1894—95), að hann hefði
séð eða fengið áreiðanlegar fregnir af 158 holdsveiklingum,
og gerði hann þó ráð fyrir, að þeir væru talsvert fleiri.
Tillaga hans var, að bygður yrði hér spítali til einangr-
unar þessum sjúklingum, svipað eins og i Noregi.
Frá því gömlu spítalarnir voru afnumdir, hafði ekki
verið mikið talað um holdsveikraspítala hér á landi. Sum-
ir (Hjaltalín) töldu enga þörf á að gerðar yrðu nokkrar
opinberar ráðstafanir til þess að útrýma sjúkdómnum.
Hann væri á förum og mundi hverfa alveg með vaxandi
menningu, þrifnaði og velmegun þjóðarinnar (13/12 ,71).