Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 54
246 Holdsveikissaga.
legt, þar sem ókunnugt er, hvenær hann hefir komist til
iandsins.
Þess hefir verið getið til, að holdsveikin hafi breiðst
fyrst út í suðvesturhluta landsins, en samgöngur voru einn-
ig milli útlanda og Norður- og Austurlands, svo þangað
hefði hún auðvitað getað komið eins snemma.
Það sanna er, að þegar menn loks fara að hafa sögur
af holdsveikinni hér á landi, er hún orbin breidd út um álla
landsfjórðungana.
Það benda t. a. m. tillögur manna á Bessastaðafund-
inum 1555 greinilega á. Annars hefði fundur þessi ekki
lagt til, að spítali vœri bygður í hverjum landsfjórðungi.
Þegar spitalarnir voru komnir á laggirnar ámiðril7.
öldinni, má ganga úr skugga um það, að þangað komu
sjúklingar úr öllum sýslum landsins, eða fengu styrk heima
í sinni sveit, þegar þeir voru í fjarlægum héruðum.
Bréfin í bréfabókum biskupanna, spítalareikingarnir og ýms
önnur skjöl frá 17. og 18. öldinni bera ótvíræðan vott um
þetta. Það sama sést og t. a. m. á ferðabók þeirra
Eggerts og Bjarna, sem skýrir frá holdsveikisástandinu í
ýunsum sýslum rétt eftir miðja 18. öldina. Að þeirra áliti
var sjúkdómurinn tíðastur í Rangárvalla-, Árnes-, Gull-
bringu- og Snœfellsnessyslum.
Það er þó ekki fyr en 1785 að menn fá fræðslu um
tölu holdsveiklinga í einstökum sýslum. I manntalsskýrsl-
unum úr Skálholtsbiskupsdæmi er getið um það. Þá
voru flestir holdsveikir í Arnessyslu og Snœfellsnessyslu, 16
í hvorri, þá í Dalasyslu 13 og í Gullbringusýslu 11.
I prestaskýrslunni frá 1837 var talan hæst í Gull-
bringusýslu, 21, og kom svo þar næst Arnssýsla með
10 holdsveika. Þó skai þess getið, að í skýrslum þeim,
sem til eru í Landsskjalasafninu, vantar Rangárvallasýslu,
Vestmanneyjar, Vestur-Skaftafellssýslu og Norður-Múla-
sýslu, svo það er ekki ómögulegt, að í einhverjum þeirra
hafi verið fleiri holdsveikir en í hinum sýslunum. Ef að-
altalan hjá Hjaltalín, 128, er rétt, hefðu átt að vera 45 í
þeim alls.