Skírnir - 01.08.1910, Side 55
Holdsveikiseaga,
247
Hversu margir hafi verið veikir í hverri sýslu norð-
anlands á 17. og 18. öldinni er ekki hægt að sjá. Um
miðbik 18. aldar kvarta sumir sýslumenn yfir því, að á
Möðrufellsspítala séu einkum teknir sjúklingar úr Eyja-
fjarðarsýslu. Gjörir þó t. a. m. Bjarni Halldórsson lítið
úr holdsveiki vestur í Húnavatnssýslu. Að talsvert hafi
veikin gjört vart við sig á ofanverðri öldinni má marka
af þvi, að Árni biskup Þórarinsson segir, að 13 hafi dáið
1784 í Hólabiskupshæmi.
1837 segir að 11 holdsveiklingar hafi verið í Hóla-
stifti hinu forna: 5 í Þingeyjarsýslu, 5 í Eyjafjarðarsýslu
og 1 í Skagafirði, en enginn í Húnavatnssýslu.
1846 segir Thorstensen32) sjúkdóminn nálega útdauð-
an norðanlands og Schleisner talar ári siðar að eins um 4
sjúklinga, og af þeim voru 2 í Eyjafjarðarsýslum.85)
FinsenM) sá allmarga holdsveika, 22, í 9 ár í sínu
hjeraði (Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum), en segir jafn-
framt, að margir þeirra hafi verið annarstaðar að.
1872 voru 11 holdsveiklingar í Norðursýslunum, fjór-
um, flestir þeirra kringum Eyjafjörðinn, en 1889 er að eins
talinn einn í Eyjafjarðarsýslu og 3 í Þingeyjarsýslu.
Arið 1895, einum sex árum síðar, voru 30—40 holds-
veikir lcringum Eyjafjörðinn (Ehlers). Það er því óhugs-
andi annað en að fleiri hafi þeir verið þar 1889 en
skýrslan getur um.
Alt bendir á að holdsveikin hafi vaxið fyrri part 19.
aldarinnar smám saman í Gullbringusýslu, en farið svo
heldur að minka þar aftur. Aftur hafi hún aukist seinni
part aldarinnar kringum Eyjafjörðinn og víðar, t. a. m.
í Rangárvallasýslu.
Nöfn veikinnar. Sjúkdómurinn hefir verið nefnd-
ur ýmsum nöfnum.
1. Elstanafn hans áNorðurlöndumer líkþrá. Orðiðertil
í engilsaxnesku, iicþröwere, vanheill á líkama, holdsveikling-