Skírnir - 01.08.1910, Side 56
248
Holdsveikissaga.
ur. Þetta nafn var aðallega og er nú orðið eingöngu haft
um hnútóttu tegundina, lepra tuberosa og mixta.
2. Spítelska og Spítalska er auðvitað af útlendum
toga spunnið (Spedalskhed, Spetálskan). Það nafn á sjúk-
dómnum var alment þau 200 árin, sem spitalarnir gömlu
stóðu, en hvarf með þeim og mátti missa sig.
3. Limafallssýki hefi eg ekki tekið eftir fyr en seinni
hluta 18. aldar. Var það haft bæði um þá holdsveikis-
tegund, er menn nú kalla svo, og um aðra máttleysissjúk-
dóma (paralysis). Menn munu fyr á timum alls ekki
ætíð hafa gjört sér það ljóst, að limafallssýki og líkþrá
væru tvær tegundir af sama sjúkdómi. En tímanlega á 19.
öldinni er t. a. m. Sveini Pálssyni lækni þetta full-
kunnugt.
4. Holdsveiki er nú orðið haft alment um sjúkdóm-
inn, hvort sem um líkþrá eða limafallssýki er að ræða.
Eg hefi fyrst tekið eftir því orði hjá Steini biskupi Jóns-
syni38) 17 39. Sjálfsagt er það eldra.
Annars hefir þýðing þessara orða, einkum holdsveiki
og líkþrá verið talsvert breytileg. Stundum hefir holds-
veiki verið tegundarheiti, en líkþrá sjúkdómsheiti, öfugt
við það sem nú er.
Orðið kreinktur er á 16. og 17. öldinni mjög alment
haft um líkþráa, og maður getur varla varist þeirri skoð-
un, að það sé á þeirn tímum haft einvörðungu um þá sjúk-
lihga, en ekki aðra. Auðvitað kemur líka fyrir kreinktur
af Ukþrá, sem vitanlega hefir upphaflega verið sagt, en
það er eins og nafnið líkþrá hafi haft einhvern svo voða-
legan hreim, að menn hafi helst viljað losna við að nefna
það. Kreinktur væri þá nokkurs konar hálfkveðin vísa,
sem allir áttu að skilja.
Annað orð, sem alloft er haft út af fyrir sig um
holdsveika á þessum tímum — og að vísu einnig siðar —
er spiltur. Eg sé að norsku holdsveikislæknarnir, Armareu
Hansen og Lie ætla, að það sé komið af spital, spedalsk.
Mundi það ekki heldur vera komið af að spilla?