Skírnir - 01.08.1910, Síða 57
Holdsveikissaga.
249
Hörundfall (í Gulaþingslögum), sem auðsjáanlega er
sama sem líkþrá, og máláttusótt, sem þýðir sama, og kem-
ur fyrir í norsku bréfi frá 14. öld, hefi eg ekki orðið var
við, að væri haft liér á landi um holdsveiki.
Eins og áður hefir verið drepið á hugðu læknisfróð-
ir menn hér á landi, fyrir og eftir miðja 18. öld, að holds-
veikin væri illkynja skyrbjúgur {scorhutus tertii generis,
s. malignus). Nafnkunnur hollenskur læknir, Boerhave,
setti fram þessa kenningu í lok 17. aldar. Bjarni Pálsson
tók upp þessa skoðun, en var þó ekki sannfærður um að
skyrbjúgur væri sérlega almennur. Að minsta kosti var-
ar hann Jón Pétursson lækni við að gjöra mikið úr því.
Jón skoðar auðsjáanlega holdsveiki og skyrbjúgsem tvo sér-
staka sjúkdóma, segir holdsveiki sé oft ranglega nefnd skyr-
bjúgur. Þessi svokallaði skyrbjúgursémeðal annars frábrugð-
inn, reglulegum skyrbjúg, að sjúklingarnir þoli vel kvika-
silfursmeðöl, en það gjöri ekki reglulegir skyrbjúgssjúk-
lingar. Við holdsveiki hafði kvikasilfur verið brúkað hér
að minsta kosti siðan á 17. öld. (Þeir feðgar Þorkell prest-
ur og Þórður Vídalín, fluttu »Böjkabeltið« eða »Ven-
usbeltið« hingað inn í landið og »læknuðu« með holds-
veiki). Mér er ekki kunnugt, hvaða meðöl Skáneyjar-
Lassi brúkaði við Sárasóttinni miklu á öndverðri 16. öld.
En sú sótt hefir vafalaust verið fransós, en ekki holds-
veiki, eins og sumir hafa ætlað.
Vegna þessa ruglings sem var á hugmyndum manna
á 18. öldinni um holdsveiki og skyrbjúg og fram yfir
aldamótin, kunna skýrslurnar að hafa verið enn ónákvæm-
ari en elía. — Víst er það, að skyrbjúgur var fyr á öld-
um allalmennur hér. Jafnvel biskupar, t. a. m. Þórður
Þorláksson, og æðstu valdsmenn konungs, eins og Heide-
mann, segjast hafa þann sjúkdóm.