Skírnir - 01.08.1910, Page 60
252
Kolufell.
mútunum og syngja mansöngva sína fullum hálsi, svo að
kveður við í öllum skóginum. Og bárurnar á sundinu,
sem í vetrarstormunum höfðu verið að ybba sig og gefa
hver annari olnbogaskot, dansa nú í ástúðlegum faðmlögum.
En það besta er þó enn þá ótalið. Ungu stúlkurnar
springa líka út á vorin.
Aldrei eru þær fallegri en í vorbyrjuninni, meðan
æskufjörið í hjarta þeirra er að rakna úr vetrarmókinu
og finna samræmi sitt við vorið og alla náttúruna. Þá
breytast þær svo á skömmum tíma, að þær verða því nær
óþekkjanlegar. Það er eins og himinn, haf og jörð hafi
sameinað sig um að gefa þeim alt það besta, sem þau
eiga til. Blóðið leitar aftur örar út í hörundið, sem enn
þá er hvítt og viðkvæmt eftir veturinn og breiðir hálf-
gagnsæja slæðu yfir roðann eins og nýútsprungnu blöðin
yfir grænan blaðsafann. Og svo hafa þær lagt niður
vetrarkápurnar og svífa um göturnar í léttum sumarfötum,
kvikar eins og bylgjurnar og sporléttar eins og vorblærinn.
Eða þá augun! Stundum djúp og heið og full af
sólargeislum eins og vorhimininn sjálfur. Og þess á miili
dularfull og dreymandi eins og skógarvötnin um sólarlag.
Það er engin furða þótt þær séu hættulegir keppi-
nautar skógarins og strandarinnar. Og svo er það líka.
Því að úti í skógi og niður við sund er tómlegt og kyrlátt,
jafnvel á sólríkustu maídögunum. En á Strykinu — guð
minn góður, sá mannfjöldi!
Ekki skemtiiegra en Strykið er nú á molluheitum maí-
degi, þegar hitinn smitar út úr húsveggjunum og gufar
upp úr götunni. Það bugðast áfram milli kolgrárra, sam-
feldra húsaraðanna eins og djúpt og þröngt gil. Og fólks-
fjöldinn sígur áfram eins og hæglátur straumur. Flestir
ganga á gangstéttunum með sama hraða, svo að ofanfrá
getur það litið út eins og allir þessir marglitu hattar væru
festir saman í stærri og smærri fleka, sem flytu á straumn-
um. En á stöku stöðum vottar þó fyrir straumkasti, þar
sem fólkið neyðist til þess að hröklast út á akbrautina
og losnar við það sundur. Og mitt í þessurn straumköst-