Skírnir - 01.08.1910, Síða 61
Kolufell.
253
um standa æfinlega tvær eða fleiri tvíbreiðar hefðarfrúr,
sem þurfa að hressa sig á ofurlítilli samræðu og þvergirða
fyrir gangstéttina.
En þarna á þessu leiðinlega Stryki getur að líta meiri
hóp glæsilegra kvenna en á nokkurri annari götu borgar-
innar. Sumar koma þangað til þess að líta eftir tízkuný-
ungum, sumar af gömlum vana, allar til þess að sýna sig
og sjá aðra. Sumar ungu stúlkurnar leiða stallsystur sínar
hlæjandi og pískrandi, sumar eru með mæðrum sínum
með ólundarsvip. Þær nema við og við staðar við glugg-
ana á fínustu tízkubúðunum og skotra augunum ýmist til
varningsins i glugganutn eða út á götuna til þess að huga
að því, hvort nokkur veiti þeim eftirtekt. Og áhorfend-
urnir láta ekki standa á sér. Ungu piltarnir rækja engu
síður Strykið en stúlkurnar. Og þó þeir stundum þykist
vera að gæta í einhvern búðarglugga, þá eru það tóm
látalæti. Þeir horfa að eins á stúlkurnar. Það eru þær,
sem hafa seitt þá til þess að ganga heldur sér til skemt-
unar þarna inni í húsakreppunni, en innan um tjarnir og
grasbala úti í guðs grænni náttúrunni.
En fæstir af þeim eru svo hreinskilnir að viðurkenna
þetta blátt áfram. Þeir reyna að finna upp alls konar
ástæður fyrir því, að þeir gangi á Strykinu einmitt á þeim
tíma þegar fólksflest er þar. En flestallar eru ástæður
þessar léttvægar, sumar beinlínis fjarstæðar.
Til dæmis eins og sú, sem hæglætismaðurinn og sér-
vitringurinn hann Ari Bjarnason var vanur að koma með.
Ari gekk á Strykinu á hverjum degi milli tvö og
fjögur. Líka vorið, sem hann var að þræla í lögfræðis-
prófi. Hann gekk alt af einn og leit hvorki til hægri né
vinstri. Enginn gat skilið, hvað Ari væri að gera þar og
margur spreytti sig á að geta upp á, hvað hann mundi
vera að hugsa um.
En Ari hafði líka sína ástæðu.
»Eg fer niður á Stryk til þess að vera einn,« sagði
hann. »Það er langt frá því, að eg hafl nokkurt gaman
af að vaða þennan fólkselg, þvi að eg er mannhatari að