Skírnir - 01.08.1910, Side 62
254
Kolufell.
eðlisfari. Gangi eg hérna út með vötnunum eða inni í
einhverjum garðinum, er fólkið alt af að ónáða mig. Þar
mæti eg svo sem 2—3 mönnum á mínútunni, þeir líta á
mig og ég starblíni á þá, þangað til eg verð feiminn og
kemst í ilt skap. Því eg er eins og kálfarnir, að eg
horfi mest á það, sem mér stendur stuggur af. En á
Strykinu, þar sem eg mæti mörghundruð mönnum á mín-
útu, er mér ofætlun að stara á alla og horfi því bara út
í bláinn eða á tærnar á mér. Og eg finn að í þessum
manngrúa hverf eg og enginn tekur eftir mér. Og svo
nýt eg rÓ8emdar eyðimerkurinnar mitt í mannþrönginni.«
Þetta sagði nú Ari. En það var líka honum líkast
að reyna að villa mönnum sjónir á því, hvað hann væri
að hugsa og gera. Og réttasta ráðningu á því, hvers Ari
var að leita, er líklega að finna í sögunni, sem eg ætla
nú að segja. Hún sýnir að minsta kosti, hvað hann fann.
Það var einn góðan veðurdag í miðjum maí, vorið
sem Ari var að taka próf.
Hann hangsaðist niður Strykið enn þá hægar en hann
var vanur. Hann sletti fótunum hvorum fram fyrir ann-
an og heyktist ofurlítið við í hverju spori, svo að gangur-
inn varð dálítið vaggandi. Vinstri höndina lét hann dingla
slyttulega niður, en í hægri hendinni hélt hann á stafnum,
sem hann vingsaði ofurletilega við og við og lét þess á
milli detta máttlaust niður á steinlegginguna svo glamr-
aði í. Hann bar lágt höfuðið og lygndi augunum, en ó-
skýrt bros, sem gat borið vott um meðaumkun eða fyrir-
litningu, gægðist í gegnum leiðindamolluna, sem hann hafði
breitt á andlitið.
Niðri á Austurgötu hrökk hann alt í einu upp úr
mókinu við það, að eitthvað datt ofan á tána á honum.
Það var eins og allur sá fjörforði, sem hann hafði sparað
á göngunni, vaknaði við þetta litla atvik. Hann beygði
sig óðara niður, hraðara en honum var lagið, og sá á
leiðinni tvær smáar hendur með ljósbrúna skinnhanska,
sem fálmuðu niður eftir bögglinum, ljósgráa kápu og dökk-
blátt pils. Ari var fljótari en hendurnar, hann greip upp