Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 63
Kolufell.
255'
böggulinn, ofurlitlar öakjur, snyrtilega vafðar í pappír og
bundið seglgarni utan um, með trétappa festum í, til þess
að bera böggulinn á. Hann rétti úr sér og sá nú fyrir
framan sig unga og fríða stúlku, kafrjóða út undir eyru.
Ari hneigði sig kurteislega og rétti stúlkunni bögg-
ulinn. Hún hneigði höfuðið, brosti feimnislega og stundi
upp: »Tak skal De have!«
Það var auðséð að hún var ekki Strykvön, stúlkan sú
arna, sem lét sér verða svona mikið um að missa böggul
niður á götuna og fá hann tekinn upp af karlmanni. Og
Ari var búinn að vera nógu lengi í Höfn til þess að heyra,
að þetta var ekki dönsk stúlka. Og ekki var norskur eða
sænskur hreimur í röddinni.
Alt þetta flaug Ara í hug á svipstundu, og áður en
hann vissi af var hann búinn að svara á íslensku:
»Ekkert að þakka, jurigfrú!«
Hún hefði víst roðnað meira, ef henni hefði verið það
mögulegt. Hún leit á hann bæði hissa og vandræðalega.
Svo sagði hún: »Eruð þér virkilega landi?«
»Já, svo er það«. Ari nefndi nafn sitt, og hún nefndi1
sitt nafn: Signý Jónsdóttir.
Ari gat ekki fengið af sér að skilja strax við þessa
stúlku, sem hann hafði kynst á svona skrítilegan hátt.
Svo hann bað um leyfi til þess að verða henni samferða
upp Strikið. Hún sagði að sér væri það mesta ánægja.
Ari var óvanur að tala við konur. En nú lagði hann
sig til. Hann rifjaði upp fyrir sér alt það, sem hann
hafði talað við íslenskar stúlkur, sem hann hafði hitt í
Höfn. Hann talaði um mismuninn á Höfn og Reykja-
vík, um veðráttuna í Danmörku og heima, spurði hana
hve lengi hún hefði verið í borginni, hvernig henni geðj-
aðist að borgarlíflnu o. s. frv.
En í raun og veru var hann ekki með hugann við
samtalið. Hann var að hugsa um, hve gaman væri að
fá að vita eitthvað meira um þessa glæsilegu konu, sem
gekk við hlið hans. Hann var að hugsa um, hvað sam-
talið mundi þá verða eðlilegra og skemtilegra. En ekki